Fjármálaráðuneyti

480/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila og af aðkeyptri þjónustu erlendis frá, með síðari breytingum.

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Um skattverð, uppgjör, álagningu, áætlun, endurákvörðun, álag, dráttarvexti og kærur skal, eftir því sem við getur átt, fara með eins og í viðskiptum innan lands.


2. gr.

Á milli orðanna "gera" og "grein" í 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: skattstjóra.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 12. gr. og 35. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 1. júlí 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica