1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Almenn atriði og skilgreiningar.
Allir þeir er hafa menn í þjónustu sinni og greiða laun fyrir starfa, sbr. 1. mgr. 92. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, eru skyldir að kröfu innheimtumanns að halda eftir af kaupi launþega við útborgun launa til lúkningar gjöldum þeirra aðila sem launþegar bera sjálfskuldarábyrgð á og innheimta ber skv. 112. gr., sbr. 115. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og IV. kafla laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga. Þau opinberu gjöld sem hér um ræðir eru tekjuskattur, útsvar, gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og samsvarandi gjöld skv. innheimtusamningum við önnur ríki.
2. gr.
Í stað "innheimutmanni" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: innheimtumanni.
3. gr.
Í stað "1. mgr. 112. gr. laga nr. 75/1981" í 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: 1. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 115. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 10. janúar 2008.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingibjörg H. Helgadóttir.