Viðskiptaráðuneyti

287/1987

Reglugerð um grundvöll og útreikning meðalávöxtunar og dráttarvaxta - Brottfallin

REGLUGERÐ

um grundvöll og útreikning meðalávöxtunar og dráttarvaxta.

 

1. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Viðskiptabönkum og sparisjóðum ber án tafar að tilkynna Seðlabanka Íslands um öll vaxtakjör og breytingar á þeim í því formi sem Seðlabankinn krefst.

Seðlabankinn skal fyrir lok mánaðar birta í Lögbirtingablaði í aðgengilegu formi öll almenn vaxtakjör hvers viðskiptabanka og sparisjóðanna sameiginlega sem í gildi eru 21. dag mánaðar, svo og vegið meðaltal þeirra, svo sem áskilið er í lögum nr. 25/1987 og nánar er tiltekið í reglum þessum og skal hver tilkynning lögð til grundvallar samkvæmt lögunum næsta mánuðinn eða uns næsta tilkynning birtist.

 

2. gr.

Dráttarvextir of peningakröfum í íslenskum gjaldmiðli skulu ákveðnir of Seðlabankanum sem ársvextir með þeim hætti að hlutfallið milli dráttarvaxta, að viðbættri tölunni 100, og ávöxtunar nýrra almennra útlána skv. 2. mgr. þessarar greinar, að viðbættri tölunni 100, sé á bilinu 1,05 til 1,10. Við ákvörðun dráttarvaxta skal stefnt að því, að hlutfallið sé sem næst miðju bilinu, nema sérstaklega standi á að mati Seðlabankans, svo að hlutfall milli endurgreiðslu að viðbættum dráttarvöxtum og endurgreiðslu með almennum útlánsvöxtum verði nokkurn veginn hið sama, hvort sem nafnvextir eru háir eða lágir.

Seðlabankinn skal mánaðarlega reikna vegið meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum og birta meðaltal þetta í Lögbirtingablaði ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr., og hlutfallinu sem lýst er í 1. mgr., og skulu þeir dráttarvextir gilda næsta mánuðinn eða uns næsta tilkynning er birt í Lögbirtingablaði.

Sé beitt mánaðarlegum dráttarvöxtum skulu þeir vera 1/12 hluti af dráttarvöxtum eins og þeir eru ákveðnir skv. 1. mgr. Um vaxtavöxtun mánaðarlegra sem og dráttarvaxta í formi ársvaxta gilda ákvæði 12. gr. laga nr. 25/1987.

 

3. gr.

Dráttarvextir af löglegum peningakröfum í erlendum gjaldmiðli skulu ákveðnir af Seðlabanka sem ársvextir með þeim hætti að hlutfallið milli dráttarvaxta, að viðbættri tölunni 100, og meðalvaxta viðkomandi gjaldmiðils á innlendum gjaldeyrisreikningum í viðskiptabönkum og sparisjóðum að viðbættri tölunni 100, sé á bilinu 1,05 til 1,10.

Um útreikning Seðlabankans á meðalávöxtun og ákvörðun dráttarvaxta skv. 1. mgr. greinarinnar, birtingu útreiknings og gildistíma dráttarvaxta fer eftir ákvæðum 2. mgr.2. gr. reglna þessara.

Sé um gjaldmiðil að ræða sem ekki er gefinn kostur á að eiga á innlendum gjaldeyrisreikningi hér á landi skv. reglum þar um eða gjaldmiðil sem ekki er skráður hér á landi skal miða við vexti af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum í hlutaðeigandi landi samkvæmt upplýsingum Seðlabankans.

 

II. KAFLI

Öflun og innheimta upplýsinga.

4. gr.

       Viðskiptabankar og sparisjóðirnir sameiginlega skulu án tafar tilkynna Seðlabanka skriflega um breytingar á öllum vaxtakjörum inn- og útlána, hvort sem um er að ræða almenn eða sérstök kjör hjá hlutaðeigandi banka eða sparisjóði, og á þetta m.a. við meðalávöxtun eða ávöxtunarkröfu viðskiptavíxla og viðskiptaskuldabréfa, meðalávöxtun í lánsviðskiptum þar sem bindingar er krafist og sértilboð sem ekki eru auglýst sem almenn kjör.

Upplýsingum skv. 1. mgr. skal auk þess skila miðað við 21. dag hvers mánaðar á sérstöku stöðluðu eyðublaði sem bankinn leggur til í upphafi. Upplýsingarnar skulu hafa borist til peningamáladeildar Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavik, næsta virkan dag (afgreiðsludag) fyrir gildistöku.

Seðlabankinn getur beitt hlutaðeigandi viðskiptabanka eða Samband ís1. sparisjóða, f.h. sparisjóða viðurlögum í formi dagsekta, sbr. 41. gr. lags nr. 36/1986, sé ákvörðunum hans ekki hlýtt skv. þessari grein. Dagsektir skulu nema allt að 50 þús.kr. pr. vanskiladag miðað við lánskjaravísitölu 1987.

 

III. KAFLI

Almenn vaxtakjör.

5. gr.

Seðlabankinn birtir í Lögbirtingablaðinu, vaxtakjör þeirra innlána- og útlánategunda, sem hann metur sem almenn vaxtakjör og ekki eru einskorðuð við eða sérmerkt einni eða fáum innlánsstofnunum, sem reglur þessar gilda um.

Almenn vaxtakjör skv. 1. mgr. miðast m.a. við, að minnst fjórir bankar bjóði hlutaðeigndi kjör, eða minnst þrír bankar og a.m.k. helmingur sparisjóðanna. Einnig teljast sparisjóðirnir bjóða almenn vaxtakjör, ef minnst helmingur þeirra bjóða tiltekin vaxtakjör.

 

IV. KAFLI

Vegið meðaltal almennra vaxtakjara.

6. gr.

Með vegnu meðaltali almennra vaxtakjara skv. 2. mgr. 1. gr. reglna þessara og vegnu meðaltali ársávöxtunar nýrra, almennra útlána skv. 2. mgr. 3. gr., er átt við vægi einstakra hlutaðeigandi vaxtakjara, sem fari eftir notkun þeirra m.a. með hliðsjón of stærð innlánsstofnunar, sem reglur þessar gilda um.

Seðlabankinn skal fylgjast náið með því, að vextir, sem teljast til almennra vaxtakjara og vegið meðaltal er reiknað af séu raunverulega notaðir í því umfangi, sem vægi þeirra gefur. Reynist svo ekki vera skulu þeir felldir niður úr tilkynningu skv. 2. mgr. 1. gr. reglnanna.

 

V. KAFLI

Gildistaka.

7. gr.

Reglur þessar, sem settar eru skv. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 25 frá 27. mars 1987, öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytið, 24. júní 1987

 

Matthías Bjarnason.

Tryggvi Axelsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica