REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 673/1996
um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl.
1. gr.
Við 5. gr. bætist nýr stafliður (d-liður) sem orðast svo:
d) Fyrir hverja mynd umfram eina þegar merki er í þrívídd greiðist að auki Kr. 1.300
2. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Ýmis gjöld vegna vörumerkja:
a) |
Beiðni um breytingu á skráðu merki, sbr. 24. gr. vörumerkjalaga |
2.000 |
|
- fylgi beiðnin umsókn um endurnýjun |
1.000 |
b) |
Beiðni um innritun nýs eiganda (framsals) í vörumerkjaskrá |
1.600 |
|
- fylgi beiðnin umsókn um endurnýjun eða beiðni skv. a-lið |
0 |
c) |
Beiðni um innritun nytjaleyfis |
1.600 |
d) |
Beiðni um innritun annarra breytinga í vörumerkjaskrá |
1.200 |
e) |
Beiðni um endurbirtingu umsóknar eða skráningar |
1.500 |
f) |
Staðfest útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr vörumerkjaskrá |
1.200 |
g) |
Staðfest afrit umsóknar, forgangsréttarskjal |
1.600 |
h) |
Útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr vörumerkjaskrá |
550 |
i) |
Skyndikönnun á því hvort tiltekið vörumerki sé að finna í vörumerkjaskrá (allt að tvö tilvik í senn) |
0 |
j) |
Athugun og mat á því hvort tiltekið vörumerki telst það líkt skráðu vörumerki eða merki sem sótt hefur verið um skráningu á að ruglingshætta yrði hugsanlega talin vera fyrir hendi ef umsókn yrði lögð inn |
2.300 |
3. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og öðlast gildi 1. júní 1997.
Iðnaðarráðuneytiinu, 20. maí 1997.
Finnur Ingólfsson.
Halldór J. Kristjánsson.