Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

467/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerðum er varða mælifræðilegt eftirlit.

I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 253/2009 um mælifræðilegt eftirlit með sjálfvirkum vogum.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Ákvæði til bráðbirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. skulu vogir sem löggiltar voru fyrir gildistöku reglugerðarinnar halda áður útgefnum gildistíma löggildingar.

II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 254/2009 um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Ákvæði til bráðbirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 16. gr. skulu vogir sem löggiltar voru fyrir gildistöku reglugerðarinnar halda áður útgefnum gildistíma löggildingar.

III. KAFLI Lagastoð og gildistaka.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 6. maí 2009.

F. h. r.
Jónína S. Lárusdóttir.

Atli Freyr Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.