Umhverfisráðuneyti

868/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum. - Brottfallin

868/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum.

1. gr.

Við 4. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Þrátt fyrir framangreind ákvæði er Umhverfisstofnun heimilt að leyfa tímabundna sölu matvæla, sem innihalda þau efni sem um ræðir, þegar ekki er talin hætta á heilsutjóni vegna neyslu þeirra. Umhverfisstofnun getur einnig fellt tímabundið úr gildi eða breytt hámarksgildum sem fram koma í viðaukum 2 og 3 með þessari reglugerð.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Ákvæði til bráðabirgða.

Hollustuvernd ríkisins fer með hlutverk Umhverfisstofnunar til og með 31. desember 2002.


Umhverfisráðuneytinu, 3. desember 2002.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica