Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

454/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 426/1999, um vinnu barna og ungmenna.

1. gr.

Viðauki 2 við reglugerðina verður svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

Listi yfir efni sem ungmenni undir 18 ára aldri mega ekki vinna með.

Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.

  1. Efni og efnablöndur sem uppfylla viðmið fyrir flokkun samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, í einn eða fleiri eftirfarandi hættuflokka og hættuundirflokka með einni eða fleiri hættumerkingum:

    1. Bráð eituráhrif, 1., 2. eða 3. flokkur (H300, H310, H330, H301, H311, H331).
    2. Húðæting, flokkar 1A, 1B og 1C (H314).
    3. Eldfim lofttegund, 1. eða 2. flokkur (H220, H221).
    4. Úðabrúsar með eldfimum efnum, 1. flokkur (H222).
    5. Eldfimur vökvi, 1. eða 2. flokkur (H224, H225).
    6. Sprengifim efni, flokkar "Óstöðugt sprengifimt efni" eða sprengifim efni í deiliflokkum 1.1, 1.2, 1.3, 1.4 og 1.5 (H200, H201, H202, H203, H204, H205).
    7. Sjálfhvarfgjörn efni og efnablöndur, tegund A, B, C eða D (H240, H241, H242).
    8. Lífræn peroxíð, tegund A eða B (H240, H241).
    9. Sértæk eituráhrif á marklíffæri eftir váhrif í eitt skipti, 1. eða 2. flokkur (H370, H371).
    10. Sértæk eituráhrif á marklíffæri eftir endurtekin váhrif, 1. eða 2. flokkur (H372, H373).
    11. Næming öndunarfæra, 1. flokkur, flokkar 1A eða 1B (H334).
    12. Húðnæming, 1. flokkur, flokkur 1A eða 1B (H317).
    13. Krabbameinsvaldandi áhrif, flokkur 1A, 1B eða 2. flokkur (H350, H350i, H351).
    14. Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur, flokkur 1A, 1B eða 2. flokkur (H340, H341).
    15. Eiturhrif á æxlun, flokkur 1A eða 1B (H360, H360F, H360FD, H360Fd, H360D, H360Df).
  2. Líffræðilegir skaðvaldar í 3. og 4. áhættuhópi skv. c-d-liðum 2. mgr. 3. gr. reglna nr. 764/2001, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum líffræðilegra skaðvalda á vinnustöðum.
  3. Efni og efnablöndur sem geta valdið stökkbreytingu, sbr. b-lið 3. gr. reglna nr. 98/2002, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum.
  4. Efni sem í reglugerð nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum, flokkast sem krabbameinsvaldandi.

2. gr.

Við viðauka 3 bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Vinnsluferli sem geta valdið krabbameini skv. I. viðauka reglna nr. 98/2002, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er sett samkvæmt heimild í 38. gr., 3. mgr. 51. gr. og 63. gr. f laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og þess ráðherra sem fer með málefni efna og efnavara, í samræmi við hlutverk Vinnueftirlits ríkisins samkvæmt 7. gr. efnalaga nr. 61/2013, til innleiðingar á tilskipun 2014/27/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 92/58/EBE, 92/85/EBE, 94/33/EB og 98/24/EB og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/37/EB í því skyni að laga þær að reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og efnablandna sem vísað er til í XVIII. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 239/2014.

Velferðarráðuneytinu, 26. maí 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.