Umhverfisráðuneyti

488/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 452/2000 um stjórn hreindýraveiða. - Brottfallin

488/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 452/2000 um stjórn hreindýraveiða.

1. gr.

2. mgr. 6. gr. orðast svo:
Hreindýraráð skiptir veiðiheimildum eftir ágangssvæðum með hliðsjón af ágangi hreindýra, að fengnum tillögum Náttúrustofu Austurlands. Með ágangssvæði er átt við nánar skilgreint svæði, þar sem ágangur hreindýra er svipaður á öllu svæðinu. Veiðitími er frá 1. ágúst til 15. september ár hvert. Hreindýraráð getur þó heimilað veiðar á törfum frá 15. júlí. Ef ekki tekst á veiðitímanum að veiða nægilega mörg dýr til þess að stofnstærð verði innan fyrirhugaðra marka getur umhverfisráðherra heimilað hreindýraráði veiðar í nóvember og desember. Arður af þeim veiðum rennur til hreindýraráðs. Umhverfisráðherra getur í vísindaskyni heimilað veiðar utan veiðitíma að fenginni umsögn hreindýraráðs og veiðistjóra.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með breytingum nr. 100/2000 og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 12. júlí 2002.

Siv Friðleifsdóttir.
Sigrún Ágústsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica