Félagsmálaráðuneyti

452/1993

Reglugerð um tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa og stuðningsfjölskyldu skv. 21. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna. - Brottfallin

1. gr.

Stuðningsúrræði..

            Til að tryggja hagsmuni og velferð barns eða ungmennis skal barnaverndarnefnd beita þeim úrræðum, sem lög um vernd barna og ungmenna kveða á um, og best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja.

            Með reglugerð þessari er kveðið á um úrræði til stuðnings einstöku barni, ungmenni eða fjölskyldu þegar könnun máls skv. 18. gr. laga nr. 58/1992 leiðir í Ljós að þörf er aðgerða barnaverndarnefndar. Aðstoð þessi skal veitt í samvinnu við foreldra og eftir atvikum barn eða ungmenni. Aðstoðin getur skv. reglugerð þessari verið fólgin í því að útvega barni eða fjölskyldu tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu.

 

2. gr.

Tilsjónarmaður.

            Hlutverk tilsjónarmanns felst fyrst og fremst í því að aðstoða foreldra við að sinna forsjár- ­og uppeldisskyldu sinni svo sem best hentar hag og þörfum barns eða ungmennis.

 

Persónulegur ráðgjafi.

            Hlutverk persónulegs ráðgjafa felst fyrst og fremst í því að veita barni eða ungmenni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega, siðferðilega og tilfinninga­lega svo sem í sambandi við vinnu, menntun og tómstundir.

            Samband persónulegs ráðgjafa og barns eða ungmennis byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

 

Stuðningsfjölskylda.

            Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst fyrst og fremst í því að taka á móti barni eða í sumum tilvikum bæði barni og foreldri, til vistunar í nokkra daga í mánuði í því skyni m.a. að létta álagi af  barni eða fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í forsjárhlutverkinu. Nánar skal kveðið á um hlutverk stuðningsaðila í samningi, sbr. 5. gr.

 

3. gr.

Ráðning stuðningsaðila.

            Barnaverndarnefnd eða starfsmenn barnaverndarnefnda annast ráðningu stuðnings­aðila. Starfa þeir undir stjórn og handleiðslu þeirra, sbr. 2. gr. Gera skal skriflegan samning við stuðningsaðila, sbr. 5. gr.

            Við ráðningu í þessi störf skulu barnaverndarnefnd eða starfsmenn hennar leitast við að ráða þá, sem taldir eru hafa nauðsynlega þekkingu og hæfni til að geta rækt hlutverk sitt þannig að sem mestu gagni komi fyrir barn, ungmenni og fjölskyldu, hverju sinni.

 

4. gr.

Réttindi og skyldur stuðningsaðila.

            Stuðningsaðilar njóta þeirrar verndar sem opinberum starfsmönnum er tryggð og bera skyldur samkvæmt því. Skulu þeir sýna barni, ungmenni og öðrum sem tengjast barna­verndarmáli alla nærgætni og mega ekki skýra óviðkomandi frá því, sem þeir verða vísir í störfum sínum um einkamál manna og heimilisháttu. Þagnarskylda helst eftir að starfi er lokið.

            Stuðningsaðilum ber að veita barnaverndarnefndum eða starfsmönnum þeirra allar nauðsynlegar upplýsingar um líðan og umönnun barna og atvik máls að öðru leyti.

            Barnaverndarnefndir eða starfsmenn þeirra skulu tryggja að stuðningsaðilar fái nauðsyn­legar upplýsingar um þann einstakling eða fjölskyldu, sem þeir taka að sér. Stuðningsaðilum her að fara eftir þeim fyrirmælum sem barnaverndarnefndir eða

            starfsmenn þeirra setja varðandi samvinnu við foreldra eða aðstandendur hvers barns. Barnaverndarnefndir eða starfsmenn þeirra skulu gera stuðningsaðilum ítarlega grein fyrir réttindum þeirra og skyldum.

 

5. gr.

Samningur milli stuðningsaðila og barnaverndarnefndar.

            Í samningi skulu eftirfarandi atriði koma fram, sbr. 3. gr.:

1.         Nafn og kennitala samningsaðila.

2.         Hvenær starf hefst, starfshlutfall, vikuleg vinnuskylda, daglegur vinnutími.

3.         Hvenær starfi lýkur.

4.         Í hverju starf er fólgið og markmið þess, mögulegir samstarfsaðilar, svo sem starfsmenn grunnskóla, leikskóla, heilsugæslu eða ættingjar, svo og gerð skýrslu til barnaverndarnefndar og/eða starfsmanna hennar.

5.         Launaflokkur.

6.         Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 1 mánuður.

 

6. gr.

Gildistaka.

            Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. mgr. 21. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992, staðfestist hér með til að öðlast gildi nú þegar.

 

Félagsmálaráðuneytið, 28. október 1993.

 

Jóhanna Sigurðardóttir.

Guðjón Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica