1. gr.
Við 3. tölul. 2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tollstjóra er þó heimilt að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur rétthafa sem réttlætt getur slíka ákvörðun, t.d. vegna alvarlegra veikinda eða ef bifreið ónýtist.
2. gr.
Við 3. tölul. 2. mgr. 15. gr. a. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tollstjóra er þó heimilt að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur rétthafa sem réttlætt getur slíka ákvörðun, t.d. vegna alvarlegra veikinda eða ef bifreið ónýtist.
3. gr.
Við 3. tölul. 2. mgr. 15. gr. c. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tollstjóra er þó heimilt að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur rétthafa sem réttlætt getur slíka ákvörðun, t.d. vegna alvarlegra veikinda eða ef bifreið ónýtist.
4. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 24. apríl 2009.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Guðmundur Jóhann Árnason.