Umhverfisráðuneyti

333/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 815/1998 um tilkynningaskyldu varðandi ný efni. - Brottfallin

333/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 815/1998 um tilkynningaskyldu varðandi ný efni.

1. gr.

2. mgr., 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerðin gildir ekki um efni sem eingöngu falla undir eftirtalin notkunarsvið; lyf fyrir menn og dýr, snyrtivörur, úrgang, matvæli, dýrafóður, varnarefni, sæfiefni, geislavirk efni, önnur efni og efnavörur sem falla undir aðrar reglugerðir sem fela í sér sambærilegar kröfur og þessi reglugerð.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, sbr. og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins (tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna eins og henni var breytt með tilskipun 2000/21/EB varðandi lista yfir löggjöf bandalagsins sem vísað er til í 5. undirlið í gr. 13(1) í tilskipun ráðsins 67/548/EBE).

Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 27. apríl 2001.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica