Umhverfisráðuneyti

92/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um álagningu spilliefnagjalds nr. 158/1997, með breytingum nr.203/1997, nr. 316/1997, nr. 442/1997 og nr. 579/1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um álagningu spilliefnagjalds nr. 158/1997,

með breytingum nr. 203/1997, nr. 316/1997, nr. 442/1997 og nr. 579/1997.

1. gr.

1. ml. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Hvert uppgjörstímabil vegna innlendrar framleiðslu skal vera þrír mánuðir.

2. gr.

3. mgr. 11. gr. fellur niður og 4. mgr. verður 3. mgr.

3. gr.

3. mgr. 12. gr. fellur niður og 4. mgr. verður 3. mgr.

4. gr.

Við reglugerðina bætist nýr 9. kafli sem er svohljóðandi:

9. KAFLI

Ósoneyðandi efni til iðnaðarnota.

16. gr.

Gjaldskyld efni og upphæð gjaldsins.

Spilliefnagjald skal lagt á ósoneyðandi efni til iðnaðarnota.

Spilliefnagjald á innflutt ósoneyðandi efni til iðnaðarnota skal innheimt í tolli. Af ósoneyðandi efnum til iðnaðarnota skal greiða spilliefnagjald til spilliefnanefndar samkvæmt reglum sem hún setur.

Um gjaldtöku og flokkun til gjaldskyldu á ósoneyðandi efni til iðnaðarnota, gilda ákvæði viðauka VIII við þessa reglugerð.

5. gr.

9. KAFLI verður 10. KAFLI.

6. gr.

16. gr. verður 17. gr. og 17. gr. verður 18. gr.

7. gr.

1. og 2. mgr. í viðauka III orðist svo:

Á málningu skal leggja spilliefnagjald, kr. 6,00 á hvert kíló.

Sé um að ræða vöru sem framleidd er hér á landi er heimilt að draga frá spilliefnagjald sem greitt hefur verið af hráefni til framleiðslunnar.

8. gr.

1. mgr. í viðauka IV orðist svo:

Á lífræn leysiefni skal leggja kr. 1,50 á hvert kíló.

9. gr.

Við reglugerðina bætist viðauki VIII sem er svohljóðandi:

VIÐAUKI VIII

ÓSONEYÐANDI EFNI TIL IÐNAÐARNOTA.

Á ósoneyðandi efni sem flokkast undir eftirtalin tollskrárnúmer úr 29. og 38. kafla tollskrárinnar skal leggja kr. 22 á hvert kg:

2903                       Halógenafleiður kolvatnsefna:

                                ---            Mettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:

                2903.1100               --- ---       Klórmetan (metylklóríð) og klóretan (etylklóríð)

                2903.1200               --- ---       Díklórmetan (metylenklóríð)

                2903.1300               --- ---       Klóróform (tríklórmetan)

                                --- ---       Aðrar:

                2903.1901               --- --- ---  1,1,1-Þríklóretan (metýl klóróform)

                2903.1909               --- --- ---  Annars

                                ---            Ómettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:

                2903.2200               --- ---       Tríklóretylen

                2903.2300               --- ---       Tetraklóretylen (perklóretylen)

                2903.2900               --- ---       Önnur

3814                       Lífræn samsett upplausnarefni og þynnar, ót.a.; unnir málningar- eða lakkeyðar:

                3814.0002               ---            Málningar- eða lakkeyðar

Sé um að ræða vöru sem framleidd er hér á landi er heimilt að draga frá spilliefnagjald sem greitt hefur verið af hráefni til framleiðslunnar.

10. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. mars 1998.

Umhverfisráðuneytinu, 12. febrúar 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica