Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

441/2001

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 808/1998 um tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. Í 1. málsl. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "268.560" fjárhæðin "390.144" og í stað fjárhæðarinnar "365.352" komi fjárhæðin "380.148".
b. Í 2. málsl. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "268.560" fjárhæðin "390.144".
c. Í 1. málsl. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "1.074.240" fjárhæðin "1.317.408" og í stað fjárhæðarinnar "365.352" komi fjárhæðin "380.148".
d. Í 2. málsl. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "1.074.240" fjárhæðin "1.317.408".
e. Í 1. málsl. 3. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "537.120" fjárhæðin "780.288".
f. Í 2. málsl. 3. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "537.120" fjárhæðin "780.288".


2. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um tekjur úr lífeyrissjóðum gilda sömu reglur og um aðrar tekjur.


3. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr.:
Tekjur öryrkja af atvinnu skulu metnar að 60 hundraðshlutum við ákvörðun tekjugrundvallar. Með tekjum af atvinnu er átt við tekjur fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu svo og allar starfstengdar greiðslur og tekjur af atvinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, sbr. lög nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 66. gr., sbr. 10., 17. og 18. gr. laga nr. 117/1993 með síðari breytingum og öðlast gildi 1. júlí 2001.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 1. júní 2001.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica