REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 518/1993
um aðskotaefni í matvælum, með síðari breytingum nr. 563/1995.
1. gr.
Við 4. gr. bætist ný mgr. sem hljóði svo:
Þegar gildi í viðauka 2 er sett fyrir tiltekinn flokk grænmetis eða ávaxta skal það gilda fyrir allan flokkinn, nema þar sem sérstök gildi eru sett fyrir tilteknar afurðir.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðauka 2:
a) Hámarksgildi eftirfarandi varnarefna falla úr gildi og í stað þeirra koma hámarksgildi samkvæmt lið b:
Diazinon Klórmekvat
Díkofol Metidation
Endosúlfan Tíabendazól
Fentin
Þá skulu gildi fyrir koldísúlfíð einnig falla út.
b) Hámarksgildi varnarefna samkvæmt viðauka þessarar reglugerðar bætast við viðauka 2 eða koma í stað hámarksákvæða sem þar eru tilgreind.
c) Eftirfarandi viðbætur eða breytingar eru gerðar á hámarksgildum:
Dítíokarbamöt: Fyrir flokkinn _Korn og kornvörur" kemur 0,05* ppm í stað 0,01* ppm.
Glyfosat: Fyrir flokk 4 _Olíufræ. Sojabaunir" kemur 20 ppm.
Fenarimol: Fyrir flokk 1 (vi) _Ýmsir ávextir. Bananar" kemur 0,3 ppm.
Iprodion: Fyrir flokk 2 (vii) _Stilkgrænmeti. Rabarbari" kemur 0,2 ppm.
Karbendazim: Fyrir flokk 2 (vii) _Stilkgrænmeti. Rabarbari" kemur 2,0 ppm.
Fyrir flokk 2 (iii) b _Grænmetisaldin. Grasker" kemur 0,3 ppm.
3-Klóranilín Fyrir flokkinn _Kartöflur" kemur 2 ppm.
Permetrin: Fyrir flokk 7 _Humall" kemur 0,1* í stað 0,01*.
Vinklozolin: Fyrir flokk 2 (i) _Rótar- og hnýðisgrænmeti" kemur 0,05* ppm í stað 0,01* ppm.
Í stað 5 ppm fyrir flokk 1 (vi) _Ýmsir ávextir. Fíkjur" kemur 5 ppm fyrir _Loðber (kíví)".
d) Eftirfarandi bætist við skýringar við viðauka 2:
2a) Amitraz að meðtöldum öllum afleiðum þess með 2,4-dímetýlanilíni, reiknað sem amitraz. Skýring fyrir cyfluthrin, sbr. reglugerð 563/1995, verður 2b.
8a) Samanlögð gildi af dísúlfóton, dísúlfóton sulphoxíði og dísúlfóton sulphoni, reiknað sem dítsúlfóton.
29b) Samanlögð gildi af metomyl og thiodicarb, reiknað sem metomyl.
3. gr.
Eftirfarandi bætist við sem hópur 8 í viðauka 3:
KRYDD SPICES
Kúmenfræ Cumin seeds Öll afurðin
Einiber Juniper berries
Múskat Nutmeg
Pipar, svartur og hvítur Pepper, black and white
Vanillufræ Vanilla pods
Annað Other
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 2. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla, tilskipun 95/38/EB um breytingu á viðaukum tilskipunar 90/642/EBE um hámarksmagn varnarefnaleifa í og á tilteknum vörum úr jurtaríkinu, meðal annars ávöxtum og matjurtum, 95/39/EB um breytingu á viðaukum tilskipana 86/362/EBE um hámarksmagn varnarefnaleifa í og á kornvörum og 86/363/EBE um hámarksmagn varnarefnaleifa í og á matvælum úr dýraríkinu, og tilskipun 95/61/EB um breytingu á viðauka 2 í tilskipun 90/642/EBE. Einnig var höfð hliðsjón af tilskipun 96/32/EB um breytingu á viðauka 2 í tilskipun 76/895/EBE um hámarksmagn varnarefnaleifa í og á ávöxtum og matjurtum og tilskipun 90/642/EBE, og tilskipun 96/33/EB um breytingu á viðaukum tilskipana 86/362/EBE og 86/363/EBE.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Umhverfisráðuneytinu, 3. október 1997.
Guðmundur Bjarnason.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.