Umhverfisráðuneyti

203/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 158/1997 um álagningu spilliefnagjalds. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 158/1997 um álagningu spilliefnagjalds.

1. gr.

Í 1. gr. kemur ný mgr. sem verður 2. mgr. og orðist svo:

Sé gjaldstofn spilliefnagjalds ekki ákveðinn miðað við stykkjatölu miðast hann við tiltekna fjárhæð fyrir hvert kílógramm gjaldskyldrar vöru ásamt umbúðum. Ef um er að ræða margnota umbúðir, sem notaðar eru til flutnings umræddra vara og ekki eru smásöluumbúðir, skal þyngd þeirra ekki reiknuð með við ákvörðun gjaldstofns.

2. mgr. verður 3. mgr. og 3. mgr. verður 4. mgr.

2. gr.

                Við reglugerðina bætist við nýr 3. kafli sem er svohljóðandi:

III. KAFLI.

Kemískar vörur í ljósmynda- og prentiðnaði.

10. gr.

Gjaldskyldar kemískar vörur fyrir ljósmynda- og prentiðnað og upphæð gjaldsins.

Spilliefnagjald skal lagt á kemískar vörur fyrir ljósmynda- og prentiðnað.

Spilliefnagjald á innfluttar kemískar vörur fyrir ljósmynda- og prentiðnað skal innheimt í tolli.

Nánar um gjaldtöku og sundurgreiningu kemískra vara fyrir ljósmynda- og prentiðnað eftir tollskrárnúmerum er að finna í viðauka II með reglugerð þessari.

3. gr.

III. KAFLI verður IV. KAFLI.

4. gr.

10. gr. verður 11. gr. og 11. gr. verður 12. gr.

5. gr.

Við reglugerðina bætist viðauki II sem er svohljóðandi:

VIÐAUKI II

Spilliefnagjald er reiknað fyrir hvert kílógramm kemískrar vöru í ljósmynda- og prentiðnaði og flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer (magngjald).

 

ÚR 37. KAFLA TOLLSKRÁRINNAR

 

 

Kr/kg

3707

Kemísk framleiðsla til ljósmyndunar (þó ekki lökk, lím, heftiefni og áþekk framleiðsla); óblandaðar vörur til ljósmyndunar í afmældum skömmtum eða smásölu- umbúðum tilbúnar til notkunar:
- Annað:
- - Annars:
- - - Upplausnir:

 

3707.9020

- - - - Notaðar án þynningar með vatni
- - - - Þynntar með vatni fyrir notkun:

32,25

3707.9031

- - - - - Í rúmmálshlutföllum minna en 1:2 (einn hlutikemísks efnis,
            minna en tveir hlutar vatns)

53,75

3707.9032

- - - - - Í rúmmálshlutföllum 1:2 og minna en 1:3 (einn hluti kemísks efnis,
            minna en þrír hlutar vatns)

107,50

3707.9033

- - - - - Í rúmmálshlutföllum 1:3 og minna en 1:4 (einn hluti kemísks efnis,
             minna en fjórir hlutar vatns)

129,00

3707.9034

- - - - - Í rúmmálshlutföllum 1:4 og minna en 1:5 (einn hluti kemísks efnis,
            minna en fimm hlutar vatns)

172,00

3707.9035

- - - - - Í rúmmálshlutföllum 1:5 eða meira (einn hluti kemísks efnis,
             fimm hlutar vatns eða meira)

258,00

3707.9090

- - - Annað

258,00

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 15. apríl 1997.

Umhverfisráðuneytinu, 24. mars 1997.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica