Félags- og tryggingamálaráðuneyti

439/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

7. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Heimilt er að stytta eða lengja lánstíma ÍLS-veðbréfs í samræmi við 6. mgr. að ósk lántaka. Stytting lánstíma er þó ekki heimil ef lántaki hefur undirritað yfirlýsingu skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar þessarar. Skilmálabreyting er háð samþykki síðari veðhafa og skal henni þinglýst. Stjórn Íbúðalánasjóðs setur nánari reglur um breytingar á lánstíma.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 21. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 12. maí 2010.

Árni Páll Árnason.

Óskar Páll Óskarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica