Landbúnaðarráðuneyti

438/2002

Reglugerð um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. - Brottfallin

1. gr.
Tilgangur og gildissvið.

Tryggja skal svo sem kostur er góða meðferð og aðbúnað nautgripa svo að þörfum þeirra sé fullnægt, hvort sem þeir eru á húsi, á beit eða útigangi.

Eingöngu skal nota gripi til framleiðslu mjólkur og sláturafurða, sem eru heilbrigðir og lausir við sjúkdóma hættulega mönnum.

Reglugerð þessi gildir um nautgripi sem aldir eru til framleiðslu afurða til neyslu.


2. gr.
Orðskýringar.

Í reglugerð þessari hafa eftirtalin orð merkingu sem hér segir:
Geldneyti: Nautgripir eldri en 6 mánaða.

Kálfar: Nautgripir, yngri en 6 mánaða.

Mjaltaþjónn: Alsjálfvirkt mjaltatæki.

Spillt mjólk: Mjólk sem inniheldur lyfjaleifar.

Sýnakanna: Sérstakt ílát sem ætlað er til að kanna gæði mjólkur.

Þvottaklútar: Klútar sem notaðir eru til að þrífa júgur og spena.

Umráðamaður nautgripa: Eigandi nautgripa eða aðili sem er ábyrgur fyrir fóðrun, aðbúnaði og vörslu þeirra í samræmi við gildandi reglur.

Útigangsgripir: Nautgripir sem ganga úti yfir vetrarmánuðina.

Varmaframleiðslueining: Sá fjöldi gripa sem framleiðir þúsund vött af hitaorku við útgufun hita og raka. Ein kýr í fullri nyt er u.þ.b. 1,1 varmaframleiðslueining.


3. gr.
Yfirstjórn og eftirlit.

Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem reglugerð þessi tekur til.

Yfirdýralæknir skal vera ráðherra til aðstoðar og hafa undir sinni stjórn dýralækni júgursjúkdóma sem starfar samkvæmt erindisbréfi.

Dýralæknir júgursjúkdóma skal stuðla að góðri meðferð og heilbrigði nautgripa, bættum framleiðsluháttum, vörnum og greiningu sjúkdóma í samvinnu við dýralækna, ráðunauta, bændur, mjólkureftirlitsmenn og búfjáreftirlitsmenn. Hann skal með almennri fræðslu og leiðbeiningastarfi leitast við að auka skilning manna á nautgripasjúkdómum, vörnum gegn þeim og því tjóni sem þeir geta valdið. Hann skal gera tillögur að reglum um innra eftirlit, skráningu sjúkdóma og lyfjanotkun við mjólkurframleiðslu.

Héraðsdýralæknar skulu, hver í sínu umdæmi, hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt. Héraðsdýralæknar skulu reglulega sækja sérstakt námskeið á vegum yfirdýralæknis og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, til samræmingar á eftirliti samkvæmt reglugerð þessari.


4. gr.
Umhverfi gripahúsa.

Umhverfi og næsta nágrenni fjóss skal vera þrifalegt til varnar því að óhreinindi og smitefni berist inn í það. Við inngang skal vera viðunandi aðstaða til þrifa á fótabúnaði og höndum. Hlað framan við mjólkurhús skal vera hreint og þrifalegt og það stórt að mjólkurbílar geti auðveldlega athafnað sig þar. Sömuleiðis skal aðkoma fyrir sláturbíla vera greið og snyrtileg.

Geymsla fyrir mykju skal vera við hvert fjós og tryggja skal að ekki berist frá henni lyktarmengun eða óþrifnaður, þ.m.t. skordýr, né að hætta stafi af fyrir skepnur, menn og umhverfi, eins má flutningur á mykju ekki valda óþrifnaði eða hættu fyrir skepnur menn og umhverfi, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri.

Frárennsli frá salerni skal leiða í rotþró með viðurkenndri siturlögn, en frárennsli frá mjólkurhúsi og mjaltabás í hauggeymslu eða viðurkennda siturlögn. Heimilt er að hafa sameiginlega siturlögn frá rotþró og frá mjólkurhúsi og mjaltabás.


5. gr.
Fóðrun og umhirða.

Vinna við hirðingu nautgripa skal vera í höndum starfsfólks með þekkingu og getu til að sinna starfinu vel. Hafa skal daglegt eftirlit með öllum nautgripum sem eru á húsi. Eftirlit með gripum á útigangi skal vera nægjanlega mikið til að tryggja þeim viðunandi vellíðan. Að vetri til skal daglega líta eftir nautgripum á útigangi.

Tryggja skal öllum gripum, nema graðnautum eldri en sex mánaða, 8 vikna útivist hið minnsta ár hvert.

Gripir skulu ávallt hafa nægan aðgang að hreinu, ómenguðu drykkjarvatni.

Fóður skal að magni, gæðum og efnainnihaldi fullnægja þörfum gripanna til vaxtar, viðhalds og framleiðslu.

Klaufir skulu vera vel hirtar og gripum haldið hreinum og klipptir eftir því sem þörf er á.

Óheimilt er að hafa sauðfé, svín, alifugla og hunda í sama rými innanhúss og nautgripi.


6. gr.
Aðbúnaður og innréttingar.

Í húsum, þar sem nautgripir eru hýstir, skulu dyr og gangar vera þannig frágengnir að fljótlegt sé að rýma húsin í neyðartilfellum. Tryggja skal nægjanlegt rými í gönguleiðum gripa innan fjóss.

Tryggja skal öryggi gripa og smitgát við flutning á dýrum innan fjóss og út úr fjósi.

Loftræsting skal vera góð og í samræmi við viðauka 2. Koma skal í veg fyrir að gripir á húsi verði fyrir dragsúg. Magn varhugaverðra lofttegunda skal að jafnaði vera innan viðurkenndra hættumarka, sbr. viðauka 4. Ryki og annarri loftmengun skal haldið í lágmarki. Hita- og rakastigi skal haldið innan þeirra marka sem tilgreind eru í viðauka 2.

Í öllum húsum skal tryggt að þar gæti dagsbirtu. Viðbótarlýsing skal vera til staðar sem fullnægir lýsingarþörf, sbr. viðauka 3. Ljós skulu þannig staðsett að þau valdi gripunum ekki óþægindum. Óheimilt er að hafa stöðuga sterka lýsingu allan sólarhringinn og tryggja skal öllum nautgripum næturlýsingu, sbr. viðauka 3.

Óheimilt er að hafa gripi í stöðugum hávaða og varast ber að þeir verði fyrir miklum óvæntum hávaða. Hávaði skal að jafnaði vera innan þeirra marka sem tilgreind eru í viðauka 5.

Gólf, veggir og loft skulu vera úr traustu efni og með yfirborði, sem auðvelt er að þrífa. Flór og föst gólf skulu vera með góðu frárennsli.

Innréttingar, gólf og annað umhverfi gripa skal þannig gert og viðhaldið að eðlilegar hreyfingar gripanna séu ekki heftar, að þeir sjái hverjir aðra, að ekki sé hætta á að þeir skaði sig og að þeir haldist þurrir og hreinir.

Óheimilt er að nota rafstraum til að hindra nautgripi í að óhreinka bása eða til að skilja að gripi.

Að öðru leyti skulu innréttingar vera í samræmi við viðauka 1.


7. gr.
Básafjós.

Básar, milligerðir og beislur skulu vera þannig að gripirnir geti lagst niður, legið eðlilega, risið á fætur, staðið og sleikt sig án erfiðleika. Básagólf skal hafa vatnshalla frá jötu í samræmi við viðauka 1 og skal í þeim vera mjúkt undirlag með óskreipu yfirborði. Básum skal haldið þurrum og hreinum. Eitt drykkjarker skal vera fyrir hverjar tvær kýr hið minnsta. Að öðru leyti skulu básar og innréttingar vera í samræmi við viðauka 1.


8. gr.
Lausagöngufjós.

Í lausagöngufjósum, þar sem eru mjólkurkýr, skulu allar kýr geta legið samtímis á legubásum eða á til þess gerðu legusvæði. Í því skal vera mjúkt undirlag með óskreipu yfirborði. Í lausagöngufjósum skal einnig vera ein eða fleiri burðar- og sjúkrastíur, nægjanlega rúmgóðar til að þar sé hægt að veita öllum kúm nauðsynlega burðaraðstoð og sjúkum gripum umönnun. Burðar- og sjúkrastíur skal þrífa og sótthreinsa eftir þörfum. Jöturými skal vera nægjanlegt til að tryggja jafnan og öruggan aðgang kúa að því fóðri sem þeim er ætlað, sbr. viðauka 1. Fjöldi drykkjarkerja skal vera nægjanlegur og þau þannig staðsett að gripirnir komist auðveldlega að þeim. Að öðru leyti skulu básar og innréttingar vera í samræmi við viðauka 1.


9. gr.
Aðbúnaður kálfa og geldneyta.

Sérstakar stíur skulu ætlaðar til uppeldis á kálfum fram að 8 vikna aldri. Þetta geta verið einstaklings- eða hópstíur, sem skulu hafa þurrt og hreint undirlag sem tryggir vellíðan kálfanna. Gera skal ráðstafanir til að koma í veg fyrir að kálfarnir sjúgi hvern annan, en fái fullnægt sogþörf sinni á annan hátt. Tryggja skal að kálfar geti legið með útrétta fætur. Sérstaklega skal gætt að gæðum loftræstingar hjá kálfum, sbr. viðauka 2. Gripi, eldri en 8 vikna, skal halda í hópstíum. Óheimilt er að binda kálfa og geldneyti nema þegar sérstakar aðstæður, eins og sjúkdómar eða sérstök meðhöndlun, krefjast þess. Í básafjósum má binda kvígur á bás þrem mánuðum fyrir burð. Kálfar og geldneyti skulu geta legið, hvílst, staðið upp og sleikt sig án erfiðleika. Stærð stía, legubása, jöturými, fjöldi og staðsetning drykkjaríláta og rimla- og rifubreidd í gólfum skal vera í samræmi við viðauka 1.


10. gr.
Útigangur nautgripa.

Gripir sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir óveðrum í gripahúsi eða sérstöku skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta, nema jafngilt náttúrulegt skjól sé til staðar. Héraðsdýralæknir tekur út slíkt skjól og getur bannað útigöngu ef viðunandi skjól er ekki til staðar. Umhverfi, hönnun og viðhald skýla og húsa skal vera þannig að gripir haldist hreinir. Tryggja skal útigangsgripum þrifalegt legusvæði og tryggja að næringarþarfir þeirra séu uppfylltar. Ætíð skal vera til staðar rými innanhúss fyrir gripi á útigangi sem þurfa sérstakrar umönnunar við.


11. gr.
Mjaltir og meðferð mjólkur í fjósi.

Eftirfarandi reglur skulu gilda um mjaltir og meðferð mjólkur í fjósi:

1.
Fjósum skal haldið hreinum. Flórar skulu hreinsaðir a.m.k. kvölds og morgna. Veggi og loft skal þvo árlega eða oftar ef þurfa þykir og mála eða kalka eftir þörfum.
2.
Vothey má ekki gefa fyrr en að mjöltum loknum, nema þar sem ekki er hætta á að ryk berist í mjólkina.
3.
Óheimilt er að hafa sauðfé, svín, alifugla og hunda í rými sem tengist mjólkurframleiðslu.
4.
Fjós skulu varin flugum og meindýrum með viðurkenndum aðferðum.
5.
Notkun tóbaks í fjósi er óheimil meðan á mjöltum stendur.
6.
Ljósstyrkur við mjaltir skal vera í samræmi við viðauka 3.
7.
Mjaltafólk skal þvo sér vandlega um hendur fyrir mjaltir og meðan á mjöltum stendur ef með þarf. Það skal klæðast hreinum hentugum vinnufatnaði. Hafi mjaltafólk sár á höndum eða handleggjum skulu þau hulin með einnota hönskum eða á annan viðunandi hátt. Mjaltafólk skal ekki sinna öðrum störfum sem geta haft óheppileg áhrif á gæði mjólkurinnar meðan á mjöltum stendur.
8.
Mjaltafólk má ekki vera haldið sjúkdómum sem geta borist með mjólkinni í fólk.
9.
Starfsmenn í fjósi skulu hafa greiðan aðgang að salerni og handlaug og þeirri aðstöðu skal haldið þrifalegri.
10.
Júgur og spenar skulu vera hreinir og þurrir áður en kýr er mjólkuð. Ef mjólkað er með mjaltaþjóni skulu júgur og spenar vera hreinir og ekki blautir áður en kýr er mjólkuð. Ef þvottaklútar eru notaðir skulu þeir þvegnir vandlega á milli mjalta og soðnir eða sótthreinsaðir með viðurkenndum aðferðum, sbr. ákvæði 2. tl. 4. gr. reglugerðar nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.
11.
Hefja skal mjaltir strax eftir hreinsun júgurs og spena. Fyrstu bogar mjólkurinnar skulu mjólkaðir í sýnakönnu eða í til þess gert ílát mjaltaþjóns. Gæði mjólkurinnar skulu athuguð fyrir mjaltir eða á meðan á mjöltun einstakra kúa stendur. Ef mjólkin reynist óeðlileg, skal koma í veg fyrir að hún blandist sölumjólk. Ef spenar eru smurðir, úðaðir eða dýft í sótthreinsilög skal það einungis gert strax eftir mjaltir með efnum samþykktum af Hollustuvernd ríkisins, sbr. ákvæði 2. tl. 4. gr. reglugerðar nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.
12.
Sé kýr með júgursjúkdóm, þannig að líklegt sé að neytendum mjólkurinnar stafi hætta af, skal mjólka hana síðast, eða með sérstökum mjaltatækjum, ella skulu mjaltatækin þrifin strax að loknum mjöltum hennar. Mjólk úr viðkomandi kú skal aldrei blanda sölumjólk. Það sama gildir um kýr með aðra sjúkdóma sem spillt geta mjólkinni og kýr sem hafa fengið lyf sem geta borist í mjólkina. Spilltri mjólk vegna lyfjameðhöndlunar skal hellt í haughús eða viðurkennda siturlögn.
13.
Broddmjólk og geldmjólk, sbr. A-lið viðauka I við, reglugerð nr. 392/1997 um mjólk og mjólkurvörur, má ekki blanda saman við sölumjólk.
14.
Bannað er að kæla og geyma mjólk í fjósi.
15.
Við mjaltir, kælingu, geymslu og flutninga mjólkur skal verja hana fyrir flugum, frosti, sólskini, ryki, reyk, óþef, lyktarsterkum efnum og öðru sem gæti spillt henni.
16.
Mjólkurframleiðendur skulu starfrækja innra eftirlit samkvæmt reglum sem yfirdýralæknir setur.


12. gr.
Mjólkurhús og mjaltabúnaður.

Mjólkurhús skal vera við hvert fjós. Það skal vera áfast við fjósið og skilið frá því með sjálflokandi dyrum. Mjólkurhús skal vera rúmgott, vel umgengið, bjart og vel loftræst. Ljósstyrkur skal vera í samræmi við viðauka 3.

Loft og veggir mjólkurhúsa skulu vera úr traustu efni með yfirborði sem auðvelt er að þrífa og skulu málaðir í ljósum lit eða lagðir flísum eða öðru hliðstæðu efni. Gólf skulu vera steinsteypt og vatnsheld, með nægum vatnshalla að góðu niðurfalli. Þau skulu vera slétt en þó ekki hál. Mjólkurhús má einungis nota til þess að sía, kæla og geyma mjólk og þvo mjólkurbúnað. Dýrum má ekki hleypa inn í mjólkurhús og skulu þau einnig varin flugum og meindýrum.

Lyf, hreinsiefni og önnur hættuleg efni, sem notuð eru í mjólkurhúsi skulu geymd í lokuðum skápum, þar sem börn ná ekki til. Notkun tóbaks er óheimil í mjólkurhúsi og mjaltabás.

Í mjólkurhúsi skal vera viðunandi aðstaða til þvotta á mjaltabúnaði og nægjanlegt rennandi heitt og kalt vatn sem fullnægir kröfum reglugerðar nr. 535/2001 um neysluvatn. Þar skal einnig vera sérstök handlaug til handþvotta og við hana skal vera gerileyðandi sápulögur og einnota handþurrkur.

Mjaltabúnaður skal vandlega hreinsaður og síðan sótthreinsaður samkvæmt viðurkenndum þvotta- og sótthreinsiaðferðum svo fljótt sem verða má eftir notkun, eða að lágmarki tvisvar á dag ef um samfelldar mjaltir er að ræða, og síðan varinn óhreinindum milli mjalta. Öll mjólk skal síuð með einnota síu eða á annan sambærilegan hátt.

Kæling mjólkur skal fara fram í mjólkurhúsi í geymi úr ryðfríu sýruþolnu stáli. Nægilegt rými skal vera undir og umhverfis kæligeyma svo auðvelt sé að þvo þá og sótthreinsa. Mjólk skal kæld niður í 2-4°C svo fljótt sem unnt er að loknum mjöltum og geymd við það hitastig. Hitamælar skulu vera á öllum kæligeymum.

Við uppsetningu og eftirlit mjaltabúnaðar skal stuðst við ISO/DIS 5707, 6609 og 3918. Áhöld og tæki, sem koma í snertingu við mjólk, mega ekki vera úr oxandi efnum eða efnum sem geta mengað hana. Mjólkurbílstjórar, frjótæknar, dýralæknar, ráðunautar og aðrir sem koma í mjólkurhús og/eða fjós skulu gæta ítrasta hreinlætis til að koma í veg fyrir að smit berist í fjósið.


13. gr.
Leyfi til mjólkur- og kjötframleiðslu.

Héraðsdýralæknar skulu, hver í sínu umdæmi, annast árlegt eftirlit með heilbrigði og hirðingu allra mjólkurkúa, kálfa og annarra nautgripa hjá mjólkur- og kjötframleiðendum samkvæmt reglugerð þessari. Úttektin skal a.m.k. ná til eftirfarandi þátta: húsakosts, gildandi úttekt mjólkureftirlitsmanns á mjaltakerfi og mjólkurhúsi, gæða vatns í mjólkurhúsi, mjaltaaðstöðu, hreinlætis, umgengni og öðru sem að framleiðslunni snýr. Telji héraðsdýralæknir að fullnægt sé þeim skilyrðum, sem sett eru í reglugerð þessari, gefur hann út framleiðsluleyfi fyrir viðkomandi framleiðanda sem veitir honum heimild til sölu nautgripaafurða. Úttekt héraðsdýralæknis skal send til viðkomandi framleiðanda ásamt framleiðsluleyfinu. Afrit af framleiðsluleyfi skulu varðveitt af héraðsdýralækni og viðkomandi afurðastöðvum. Framleiðsluleyfi skal skráð samkvæmt fyrirmælum yfirdýralæknis. Gildistími leyfisins er þar til næsta skoðun fer fram. Afurðastöðvum er óheimilt að taka við mjólk eða sláturgripum frá framleiðanda sem ekki hefur gilt framleiðsluleyfi. Árlega skulu héraðsdýralæknar semja yfirlitsskýrslu um fjósaskoðun og senda yfirdýralækni fyrir 1. júlí ár hvert.

Komi í ljós að aðstaðan brýtur í bága við eða fullnægir ekki ákvæðum reglugerðar þessarar, skal héraðsdýralæknir krefjast úrbóta skriflega. Héraðsdýralæknir skal gefa framleiðanda hæfilegan, tímabundinn frest til nauðsynlegra lagfæringa og endurbóta. Afrit af fyrirmælum þessum skal þegar í stað senda afurðastöð. Héraðsdýralæknir skal gefa heilbrigðisnefnd upplýsingar um málið, telji hann þess þörf. Héraðsdýralæknir getur veitt frekari frest til úrbóta ef óviðráðanlegar ástæður hafa tafið þær, svo sem slys eða náttúruhamfarir. Hyggist framleiðandi hætta framleiðslu í viðkomandi aðstöðu, má veita honum undanþágu í allt að 6 mánuði, án þess að úrbætur fari fram.

Þegar veittur er tímabundinn frestur til úrbóta, skal héraðsdýralæknir afhenda framleiðanda tímabundið framleiðsluleyfi er veitir honum undanþágu til sölu á afurðum sínum, á meðan á hinum tilskilda fresti stendur. Afrit þessa leyfis skal senda afurðastöðvum og fellur þá eldra framleiðsluleyfi sjálfkrafa úr gildi. Jafnskjótt og úrbótum er lokið skal framleiðandi tilkynna það héraðsdýralækni. Telji héraðsdýralæknir eftir að veittur frestur er liðinn, að enn sé ástand í fjósi framleiðanda óviðunandi, ekki hafi verið sinnt ítrekuðum kröfum eða þeim eigi sinnt á viðunandi hátt, getur héraðsdýralæknir veitt stuttan lokafrest. Hafi viðhlítandi úrbætur ekki verið gerðar að lokafresti liðnum, skal sala afurða viðkomandi framleiðanda stöðvuð. Héraðsdýralæknir skal tafarlaust senda skýrslu um veittan lokafrest og kröfu um stöðvun á móttöku mjólkur og/eða nautgripum og aðdraganda hennar til viðkomandi afurðastöðva og yfirdýralæknis.

Verði héraðsdýralæknir þess var, að svo miklu sé áfátt, heilbrigði nautgripa, umgengni, þrifnaði eða að mjólk sé þannig spillt í meðferð, að hætta geti stafað af fyrir neytendur t.d. vegna bráðra smitsjúkdóma, þá skal héraðsdýralæknir þegar í stað stöðva sölu afurða frá búinu og láta framleiðanda í té rökstudd, skrifleg fyrirmæli um það. Framleiðsluleyfi fellur þá sjálfkrafa úr gildi á meðan á slíkri sölustöðvun stendur. Í slíkum tilvikum skal héraðsdýralæknir tafarlaust tilkynna afurðastöðvum um ákvörðun sína og krefjast þess, að hætt verði móttöku afurða frá viðkomandi kúabúi uns úrbætur hafa farið fram eða sjúkdómur afstaðinn. Héraðsdýralæknir skal senda yfirdýralækni greinargerð um málið. Afurðastöðvum er skylt að fara eftir fyrirmælum héraðsdýralæknis um tímabundið sölubann og tilkynna framleiðanda tafarlaust að móttaka afurða frá honum sé stöðvuð. Ákvörðun héraðsdýralæknis um sölustöðvun er heimilt að áfrýja þegar í stað til úrskurðar yfirdýralæknis. Hafi bann verið lagt við sölu afurða frá framleiðanda um stundarsakir, skal héraðsdýralæknir fylgjast með gangi sjúkdóms, sé slíku til að dreifa. Þegar héraðsdýralæknir telur fært, að undangenginni athugun, að heimila sölu afurða á nýjan leik, skal hann án tafar tilkynna framleiðanda það, viðkomandi afurðastöðvum og yfirdýralækni með bréfi. Framleiðanda er skylt að leyfa eftirlitsmönnum aðgang að búi sínu til skoðunar, samkvæmt reglugerð þessarari, hvenær sem óskað er, hvort sem um er að ræða reglubundið eftirlit eða skoðun að gefnu tilefni. Synji framleiðandi eftirlitsaðilum um leyfi til skoðunar skal eftirlitsmaður samstundis kæra það til viðkomandi lögreglustjóra og óska eftir dómsúrskurði, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 103/2002um búfjárhald, o.fl., auk þess að krefjast þess að afurðastöðvar stöðvi móttöku afurða frá viðkomandi framleiðanda þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar að mati héraðsdýralæknis.


14. gr.
Sjúkdómar og lyfjameðhöndlun.

Við lyfjagjöf og sölu á lyfjum er dýralækni skylt að sjá til þess skriflega að útskolunartími viðkomandi lyfja sé umráðamanni gripanna kunnur. Gripir sem meðhöndlaðir hafa verið með lyfjum sem áhrif hafa á neysluhæfi afurða skulu merktir á tryggilegan hátt meðan á meðhöndlun stendur og þar til útskolunartíma lyfjanna er lokið og afurðir eru hæfar til manneldis á ný.

Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur á nautgripabúi eða grunur um slíkan sjúkdóm skal dýralæknir búsins þegar í stað tilkynna það héraðsdýralækni og/eða eftir atvikum yfirdýralækni.


15. gr.
Skráning sjúkdóma.

Umráðamaður nautgripa skal halda nákvæma skýrslu á þar til gerðum eyðublöðum, sem héraðsdýralæknir lætur í té, eða á annan viðurkenndan hátt, um heilsufar einstakra gripa, aðgerðir og þá lyfjameðferð sem hann framkvæmir eða dýralæknir viðkomandi bús. Skýrslur þessar skulu ávallt vera aðgengilegar fyrir héraðsdýralækna.

Dýralæknum er skylt í lok hverrar vitjunar að skrá á eyðublöð sem yfirdýralæknir lætur í té, eða á annan viðurkenndan hátt, upplýsingar um sjúkdómsgreiningu, meðhöndlun og lyfjanotkun. Þetta skal gert fyrir hvern grip þegar það á við. Einnig skal hann skrá leiðbeiningar um framhaldsmeðferð og nýtingu afurða. Þessar upplýsingar skulu afhentar umráðamanni gripanna en afrit varðveitt af viðkomandi dýralækni.

Upplýsingar þessar skulu ávallt vera aðgengilegar fyrir yfirdýralækni, héraðsdýralækni og dýralækni júgursjúkdóma.


16. gr.
Samvinna kúabús, mjólkurstöðvar og sláturhúss.

Afurðastöð skal sjá um að upplýsingar er varða gæði afurðanna séu varðveittar og niðurstöður sendar viðkomandi framleiðanda eins fljótt og unnt er eftir að þær liggja fyrir. Afurðastöð skal ennfremur tryggja dýralækni júgursjúkdóma og héraðsdýralækni aðgengi að þessum upplýsingum.

Sláturleyfishafi skal sjá um að skýrslur eftirlitsdýralæknis um sjúkdóma og sjúkdómseinkenni séu varðveittar og niðurstöður sendar viðkomandi framleiðanda reglulega.


17. gr.
Refsiákvæði og gildistaka.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varðar sektum eða fangelsi ef sakir eru miklar. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald, o.fl., lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra ásamt reglugerð nr. 616/1999 um breytingu á reglugerð nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra.


Bráðabirgðaákvæði.

Heimilt er að veita undanþágu frá ákvæðum reglugerðar þessarar fram til ársloka 2003. Sú undanþága gildir ekki um ákvæði 11. gr. og 12. gr. Héraðsdýralæknir leggur fram tillögur sínar um undanþágur ásamt rökum til yfirdýralæknis, sem synjar eða veitir umbeðnar undanþágur. Í sérstökum tilfellum er heimilt að veita lengri aðlögunartíma, en þó aldrei lengur en til 10 ára.


Landbúnaðarráðuneytinu, 7. júní 2002.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


VIÐAUKI I

Básastærðir (ráðlögð mál):
Mesta þyngd
Básar, sem gripir eru festir/bundnir á
Legubásar gripa í lausgöngufjósi
kg
lengd
breidd
lengd*
lengd**
breidd
m
m
m
m
m
Kálfar
100
1,50
1,40
0,55
Kálfar
200
1,70
1,60
0,70
Geldneyti
300
1,30
0,90
1,90
1,75
0,85
Geldneyti
400
1,40
1,00
2,10
1,95
0,95
Mjólkurkýr
450
1,40
1,05
2,30
2,15
1,05
Mjólkurkýr
500
1,45
1,10
2,40
2,25
1,10
Mjólkurkýr
550
1,50
1,15
2,50
2,35
1,15

* Miðað við legubása með lokaðri framhlið.
** Miðað við legubása með opinni framhlið.
Báslengd:Mæld frá aftanverðum jötukanti að flór.
Básbreidd:Mæld frá miðju milligerða.
Mesta hæð fasts jötukants frá básgólfi í básafjósum: 20 cm.
Fóðurgangur (jata) sé a.m.k. 6 cm hærri en það gólf sem gripir standa á.
Halli á bás sé lágmark 3%.
Halli á legubás sé 4-6%.
Flórristar: Breidd teina: 16 mm. Rifubreidd: 36 mm.


Stíustærð/rýmisþörf í stíu (lágmarksmál):


Mesta
Einstaklingsstía
Fjöldastía
þyngd gripa
lengd
breidd
kg
m
m
m²/grip
Kálfar
60
1,00
0,80
0,80
Kálfar
100
1,20
1,00
1,00
Geldneyti
100-150
1,50
Geldneyti
150-220
1,70
Geldneyti
>220
1,80

Átpláss við fóðurgrind í lausagöngu, þar sem ekki er stöðugt aðgengi að fóðri:


Mesta þyngd gripa,
kg
Jöturými á grip lágmark,
m
Geldneyti
50
0,20
Geldneyti
100
0,30
Geldneyti
200
0,40
Geldneyti
300
0,45
Geldneyti
400
0,55
Mjólkurkýr
450
0,60
Mjólkurkýr
500
0,65

Hámarksfjöldi gripa við fóðurgrind í lausagöngu, þar sem stöðugt aðgengi er að fóðri:

Geldneyti: 4 gripir um hvert átpláss.
Kelfdar kvígur og kýr: 3 gripir um hvert átpláss.


Rimlagólf í fjósum:

Mesta þyngd gripa
kg
Rimlabreidd
mm
Rifubreidd hámark
mm
Geldneyti
100
100-120
30
Geldneyti
300
120-150
35
Geldneyti/kýr
400
120-150
40
Kýr
500
120-150
40

Aðgengi að vatni (viðmiðun):

Gripir sem bundnir eru á bása skulu hafa tryggt aðgengi að vatni. Lágmarksrennsli drykkjarskála skal vera 10 lítrar á mínútu. Fyrir gripi í fjöldastíu gildir eftirfarandi:

Þyngd gripa, kg
50
100
200
300
400
500
600
700
Hæð brynningarskálar, m
0,45
0,5
0,5
0,6
0,6
0,7
0,7
0,7
Fjöldi dýra pr. brynningarskál
10
10
8
8
6
6
6
Hæð drykkjarkars, m
0,6
0,7
0,8
0,8
0,9
0,9
0,9
Fjöldi dýra pr. m drykkjarkars
20
17
13
12
11
10
10



VIÐAUKI 2


Loftræsting:

Vélrænt loftræstikerfi skal anna að lágmarki 200 m³/klst. á hverja varmaframleiðslueiningu.


Loftraki:
Lágmarksloftræstingu í fjósum skal miða við að unnt sé að halda loftraka í fjósinu innan við eftirfarandi mörk:

Hitastig, °C
Loftraki, %
-20 til -5
95
-5 til 0
95-90
0 til 5
90-85
5 til 10
85-80
10 til 15
80-75
15 til 20
75-70

Lofthraði:

Við hönnun loftræstikerfis skal leitast við að lofthraði umhverfis gripina verði ekki meiri en 0,2 m/sek. Í óeinangruðum fjósum má þó lofthraði vera meiri, enda geti gripir fært sig á trekkminni staði innan fjóssins.


Hitastig:
Hiti í fjósi skal að jafnaði ekki vera hærri en 15°C hjá fullorðnum nautgripum.



VIÐAUKI 3

Viðmiðunargildi fyrir lýsingu í fjósum og mjólkurhúsum:
Mjólkurhús
400 lux
Mjaltabás
400 lux
Básar (í júgurhæð, ef mjólkað er á bás)
200 lux
Legusvæði
100 lux
Fóðurgangur
100 lux
Geldneyta- og kálfastíur
100 lux
Sjúkra- og burðarstíur
200 lux
Næturljós
u.þ.b. 3 lux


VIÐAUKI 4

Hættulegar lofttegundir:

Magn eftirtalinna lofttegunda skal að jafnaði ekki vera meira en sem hér segir:
CO2: 3000 ppm
NH3: 20 ppm
H2S : 0,5 ppm



VIÐAUKI 5

Hávaði:

Hávaði skal að jafnaði ekki vera meiri en 65 dB(A).


Þetta vefsvæði byggir á Eplica