Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

201/1981

Reglugerð um iðgjöld til slysatrygginga skv. 30. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 sbr. lög 59/1978 - Brottfallin

REGLUGERÐ

um iðgjöld til slysatrygginga skv. 36. gr. laga um almannatryggingar

nr. 67/1971, sbr. lög nr. 59/1978.

1. gr.

Um gjaldskyldu til slysatryggingagjalds skv. 16. gr. almannatryggingalaganna. Þeir aðilar, sem hafa í sinni þjónustu starfsmenn sem falla undir a-lið 1. mgr., sbr. 2. 4. mgr. 29. gr.,

og að auki þeir iðnmeistarar, sem hafa iðnnema á samningi, skulu greiða slysatryggingagjöld

skv. 36. gr. almannatryggingalaga. Iðnskólar greiða iðgjöld vegna iðnnema, sem ekki eru á samningi við meistara.

Gjaldskyldan nær einnig til útgerðarmanna, sem sjálfir eru skipverjar, sbr. d-lið 1. mgr. 29. gr. almannatryggingalaga. Ennfremur til þeirra atvinnurekenda í landbúnaði vegna þeirra sjálfra og maka og barna 12-16 ára svo og til þeirra atvinnurekenda, er starfa að eigin atvinnurekstri í öðrum atvinnugreinum, sem ekki undanskilja sig slíkri tryggingu með áritun á skattframtal.

Með sama fororði nær gjaldskyldan til þeirra, sem að staðaldri stunda lausavinnu, sem ekki er í sambandi við atvinnurekstur né hefur í för með sér sérstaka áhættu, sbr. 4. mgr. 29. gr. almannatryggingalaga.

Loks nær gjaldskyldan til þeirra, sem með áritun á skattframtal óska að tryggja sér slysabætur við heimilisstörf, sbr. 2. mgr. 30. gr. laganna, svo og til þeirra atvinnurekenda, sem með sama hætti óska að tryggja slysabætur mökum sínum og börnum innan 16 ára, sem vinna með þeim að atvinnurekstrinum og atvinnurekenda í landbúnaði, að því er varðar börn innan 12 ára.

Um iðgjöld af trillubátum, bifhjólum, vélsleðum, reiðhjólum með hjálparvél, heimilisdráttarvélum o. fl. sbr. 4. mgr. 36. gr. almannatryggingalaga, svo og af bifreiðum, sbr. 71. gr. umferðalaga fer skv. reglugerð nr. 448 29. desember 1978.

2. gr.

Gjaldstofn slysatryggingagjalds.

Gjaldstofn til slysatryggingagjalds skal vera öll greidd vinnulaun hverju nafni sem nefnast og þær greiðslur, sem jafna má til launagreiðslna.

Hjá þeim aðilum sem greinir í 2. og 3. mgr. 4. gr. og hjá iðnnemum án námssamnings sbr. 1. mgr. sömu gr. skal stofninn ákvarðaður eftir sömu reglum og greinir í lögum nr. 14/1965 um launaskatt með síðari breytingum og reglugerðum og starfsreglum, sem settar eru með stoð í þeim lögum, sbr. og eftir því sem við eiga ákvæði 4. mgr. B- liðar 25. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 336/1976.

3. gr.

Gjaldstig.

Iðgjöld skulu á árinu 1981 nema 0,1% af gjaldstofni skv. 2. gr.

4. gr.

Um álagningu gjaldanna.

Iðgjöld samkvæmt reglugerð þessari og reglugerð nr. 448 29. desember 1978, önnur en iðgjöld af skráningarskyldum ökutækjum, skulu lögð á af skattstjórum og færð á skattskrá.

Skattstjórar skulu því leggja á iðgjöld vegna óskráðra dráttarvéla. Ákvæði 40.43. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum skulu gilda um álagningu, eftir því sem við á.

Iðgjöld af skráningarskyldum ökutækjum skulu lögð á af innheimtumönnum bifreiðagjalda.

5. gr.

Um gjalddaga og innheimtu.

Iðgjöld af skrásettum ökutækjum skulu innheimt árlega fyrirfram ásamt bifreiðagjöldum.

Önnur iðgjöld skulu innheimt af þeim aðilum sem innheimta tekju- og eignarskatt, og gilda ákvæði VI. kafla laga nr. 68/1971 með síðari breytingum um þau, þ. á m. um gjalddaga, dráttarvexti og lögtaksrétt.

Tryggingastofnunin innheimtir sjálf iðgjöld, sem ríkissjóði ber að greiða og þeim ríkisstofnunum, sem hún ákveður, svo og gjald það, sem ræðir um í f-lið. 1. mgr. 29. gr. almannatryggingalaga. sbr. 4. gr. hér að framan.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 36. gr. og 65. gr. laga nr. 67/1971, sbr. lög nr. 58/1978 og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og trgggingamálaráðuneytið, 15. apríl 1981.

Svavar Gestsson.

Jón Ingimarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica