Umhverfisráðuneyti

844/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 151/1999, um álagningu spilliefnagjalds - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 151/1999, um álagningu spilliefnagjalds.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, k, sem hljóðar svo:

k. Kvikasilfur.

Um gjaldtöku og flokkun á kvikasilfri eftir tollskrárnúmerum gildir eftirfarandi:

Úr 28. og 30. kafla tollskrárinnar:

2805-4000 - kvikasilfur

900 kr/kg

3006-4002 -- Silfuramalgam til tannfyllinga

900 kr/kg

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 1. janúar 2000 og tekur til allra vara sem þá eru ótollafgreiddar.

Umhverfisráðuneytinu, 10. desember 1999.

Siv Friðleifsdóttir.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica