Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

435/2016

Reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.

1. gr.

Staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar.

Neytandi á rétt á upplýsingum, sbr. a-s-liði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, innan hæfilegs frests áður en samningur utan fastrar starfsstöðvar eða fjarsölusamningur er gerður.

Seljandi getur veitt upplýsingar samkvæmt g-, h- og i-liðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, með stöðluðum leiðbeiningum vegna uppsagnar, sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa.

2. gr.

Staðlað uppsagnareyðublað.

Seljandi skal gera neytanda aðgengilegt staðlað uppsagnareyðublað sem birt er í viðauka II við reglugerð þessa, sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, sem neytandi getur notað kjósi hann að nýta rétt sinn til að falla frá samningi.

3. gr.

Eftirlit Neytendastofu.

Neytendastofa annast eftirlit með reglugerð þessari. Um eftirlit, viðurlög og réttarúrræði gilda ákvæði 27. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga.

4. gr.

Innleiðing ESB-gerðar.

Með reglugerð þessari er eftirfarandi ESB-gerð innleidd í íslenskan rétt:

  1. I. viðauki við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83, frá 25. október 2011, um réttindi neytenda, um breytingu á tilskipun ráðs­ins 93/13/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/44/EB og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 85/577/EBE og tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 97/7/EB, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 54, 25. september 2014, bls. 1047-1071, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 181/2012, um breytingu á XIX. viðauka (Neytenda­vernd) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 70, 13. desember 2012, bls. 42.

5. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 28. gr., sbr. g-lið 1. mgr. og 5. mgr. 5. gr., laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 12. maí 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica