Umhverfisráðuneyti

137/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um álagningu spilliefnagjalds nr. 158/1997, með breytingum nr. 203/1997, nr. 316/1997, nr. 442/1997, nr. 579/1997 og nr. 92/1998. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um álagningu spilliefnagjalds

nr. 158/1997, með breytingum nr. 203/1997, nr. 316/1997,
nr. 442/1997, nr. 579/1997 og nr. 92/1998.

1. gr.

                9. kafli reglugerðarinnar verði svohljóðandi:

9. KAFLI.

Halógeneruð efnasambönd.

16. gr.

Gjaldskyld efni og upphæð gjaldsins.

                Spilliefnagjald skal lagt á halógeneruð efnasambönd.

                Spilliefnagjald á innflutt halógeneruð efnasambönd skal innheimt í tolli. Af halógeneruðum efnasamböndum skal greiða spilliefnagjald til spilliefnanefndar samkvæmt reglum sem hún setur.

                Um gjaldtöku og flokkun til gjaldskyldu á halógeneruðum efnasamböndum, gilda ákvæði viðauka VIII við þessa reglugerð.

2. gr.

                Í viðauka IV fellur "3814.0002 --- Málningar- eða lakkeyðar" niður.

3. gr.

                Heiti viðauka VIII verði: "HALÓGENERUÐ EFNASAMBÖND".

4. gr.

                Í stað orðanna "ósoneyðandi efni" í viðauka VIII komi "halógeneruð efnasambönd".

5. gr.

                Í viðauka VIII fellur "2903.1901          --- --- --- 1,1,1-Þríklóretan (metýl klóróform)" niður.

6. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 3. mars 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica