Fjármálaráðuneyti

433/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 390/1999, um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Ákvæði reglugerðarinnar taka þó ekki til vörugjalds af ökutækjum, vörugjalds af eldsneyti eða áfengisgjalds.


2. gr.

3. tölul. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar fellur brott.


3. gr.

Orðin "Um greiðslu álags vegna vangreidds áfengisgjalds fer eftir ákvæðum laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi, með síðari breytingum." í 8. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar falla brott.


4. gr.

Orðin "1. mgr. 5. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi, með síðari breytingum" í 7. gr. reglugerðarinnar falla brott.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 5. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 19. apríl 2005.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Elmar Hallgríms.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica