Umhverfisráðuneyti

442/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 158/1997, um álagningu spilliefnagjalds, sbr. breytingu nr. 203/1997 og breytingu nr. 316/1997. - Brottfallin

Reglugerð

um breytingu á reglugerð nr. 158/1997, um álagningu spilliefnagjalds, sbr.

breytingu nr.203/1997 og breytingu nr.316/1997.

1.gr.

            Við reglugerðina bætist nýr VI. kafli sem er svohljóðandi:

VI. KAFLI.

Rafhlöður.

13.gr.

Gjaldskyldar rafhlöður og upphæð gjaldsins.

            Spilliefnagjald skal lagt á einnota og endurhlaðanlegar rafhlöður hvort sem þær eru fluttar inn stakar eða sem hluti af rafföngum sem innihalda orkugjafa.

            Rafhlöður sem innihalda meira en 0,025% kvikasilfurs eða kadmíums flokkast sem spilliefni að notkun lokinni og er um eftirfarandi gerðir að ræða:

Rafhlöðugerð

Kvikasilfurinnihald (%)

Kvikasilfuroxíð

30

Loft-sink

1

Silfuroxíð

0,4

Alkalískar hnapparafhlöður*

0,2

            Spilliefnagjald á innfluttar rafhlöður skal innheimt í tolli. Við tollafgreiðslu ber innflytjanda að tilgreina í þar til gerðan reit á tollskýrslu, sbr. leiðbeiningar ríkistollstjóraembættisins þar um, hvort varan sé ekki spilliefnagjaldsskyld, sbr. skilgreiningu í 2. og 3. mgr.

            Um gjaldtöku og flokkun til gjaldskyldu á rafhlöðum og tækjum eða búnaði sem í eru eða fylgja rafhlöður, gilda ákvæði viðauka V við þessa reglugerð.

2.gr.

            VI. KAFLI verður VII. KAFLI.

3.gr.

            13. gr. verður 14. gr. og 14. gr. verður 15. gr.

4.gr.

            Við reglugerðina bætist viðauki V sem er svohljóðandi:

VIÐAUKI V

RAFHLÖÐUR SEM GETA ORÐIÐ AÐ SPILLIEFNUM.

            Spilliefnagjald skal reikna sem tiltekna fjárhæð á hvert kílígramm (eða hluta úr kílógrammi) rafhlaðna sem flokkast undir eftirtalin tollskrárnúmer:

ÚR 85. KAFLA TOLLSKRÁRINNAR

8504

 

Rafmagnsspennar, stöðustraumbreytar (t.d. afriðlar) og spankefli:

Kr./kg.

 

 

- Aðrir spennar:

 

 

8504.3100

- - 1 kVA eða minni

26,00

 

8504.3200

- - Stærri en 1 kVA til og með 16 kVA

26,00

 

8504.3300

- - Stærri en 16 kVA til og með 500 kVA

26,00

8506

 

Frumrafhlöð og frumrafhlöður:

 

 

8506.3000

- Kvikasilfuroxíð

186,00

 

8506.4000

- Silfuroxíð

186,00

 

8506.6000

- Loft-sink

186,00

 

8506.8001

Alkalískar hnapparafhlöður

186,00

8507

 

Rafgeymar, þar sem taldar skiljur til þeirra, einnig rétthyrndir (þar með taldar ferningslaga):

 

 

 

- Nikkelkadmíum:

 

 

8507.3001

- - Rafgeymar, sem eru 1,2 V einingar í loftþéttum hylkjum, einnig rafgeymar, samsettir úr tveimur eða fleiri slíkum. einingum.

186,00

 

8507.3009

- - Aðrir

186,00

8543

 

Rafmagnsvélar og -tækjabúnaður, til sérstakra nota, ót.a. í þessum kafla:

 

 

8543.4000

- Orkugjafar fyrir rafmagnsgirðingar

186,00

8548

 

Frumrafhlöð, frumrafhlöður og rafgeymar, sem úrgangur og rusl; notuð frumrafhlöð, notaðar frumrafhlöður og notaðir rafgeymar; rafmagnshlutar til vélbúnaðar eða tækjabúnaðar, ót.a. í þessum kafla:

 

 

8548.1000

- Frumrafhlöð, frumrafhlöður og rafgeymar, sem úrgangur og rusl; notuð frumrafhlöð, notaðar frumrafhlöður og notaðir rafgeymar

186,00

5.gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 1. ágúst 1997.

Umhverfisráðuneytinu, 11. júlí 1997.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

  • Aðrar alkaliskar rafhlöður eru lausar við kvikasilfur.

Nikkelkadmíum rafhlöður flokkast undir spilliefni.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica