Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

431/1998

Reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota. - Brottfallin

I. KAFLI

Um ökuferilsskrá.

1. gr.

Landsskrá um ökuferil.

Ríkislögreglustjóri skal halda landsskrá um ökuferil ökumanna og punkta sem þeir hafa hlotið vegna umferðarlagabrota samkvæmt reglugerð þessari.

2. gr.

Færsla ökuferilsskrár.

Lögreglustjórar, hver í sínu umdæmi, skulu færa upplýsingar í ökuferilsskrá og er hún hluti af tölvutækri málaskrá lögreglu.

3. gr.

Brot sem færa skal í ökuferilsskrá.

Í ökuferilsskrá skal færa upplýsingar um umferðarlagabrot sem varða ökumenn og byggðar eru á kærum lögreglumanna. Einnig skal færa í skrána upplýsingar um öll umferðarslys sem lögregluskýrslur hafa verið ritaðar um.

Færa skal í skrána upplýsingar sem berast frá lögregluyfirvöldum erlendis um umferðarlagabrot manna búsettra hér á landi.

4. gr.

Upplýsingar í ökuferilsskrá.

Eftirfarandi upplýsingar skulu skráðar í ökuferilsskrá ef þær liggja fyrir:

 1.            Nafn, kennitala og heimili ökumanns.

 2.            Upprunanúmer máls í málaskrá.

 3.            Um ökuskírteini ökumanns og ökuréttindi.

 4.            Númer og dagsetning kæru.

 5.            Skráningarmerki og fastanúmer ökutækis.

 6.            Tímasetning atburðar og brotavettvangur.

 7.            Lýsing brots eða umferðaróhapps.

 8.            Heimfærsla til refsiákvæða.

 9.            Upphafs- og lokadagur sviptingar ökuréttar.

10.           Nafn skrásetjara.

11.           Punktafjöldi vegna brots.

12.           Heildarpunktafjöldi ökumanns á síðustu þremur árum.

13.           Annað það er máli kann að skipta.

5. gr.

Grundvöllur skráningar.

Ökuferilsskrá skal geyma upplýsingar sem byggðar eru á fyrirliggjandi lögregluskýrslum og öðrum rannsóknargögnum.

6. gr.

Eftirlit með upplýsingum.

Lögreglustjórar, hver í sínu umdæmi, skulu sjá til þess að upplýsingar séu rétt færðar í ökuferilsskrá og að skráin verði nýtt til eftirlits með ökuferli manna sem búsettir eru í umdæmi þeirra til aðhalds og í forvarnarskyni.

II. KAFLI

Um punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

7. gr.

Ákvörðun punkta.

Punkta vegna einstakra brota á ákvæðum umferðarlaga og reglna settra samkvæmt þeim skal ákvarða í samræmi við fyrirmæli og leiðbeiningar sem birtast í viðauka við reglugerð þessa. Hvert brot samsvarar einum til fjórum punktum eftir alvarleika brots.

Þegar ákvörðun er tekin um punkta vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum skal punktafjöldinn vera samtala punkta vegna hvers brots um sig.

Brot ökumanna sem ekki hafa ökurétt varða einnig punktum.

8. gr.

Svipting ökuréttar.

Ökumaður skal sviptur ökurétti í 3 mánuði þegar hann hefur hlotið samtals 12 punkta enda hafi hann, á allt að þriggja ára tímabili, gerst sekur um þrjú eða fleiri brot.

Ökumaður með bráðabirgðaskírteini skal sviptur ökurétti þegar hann hefur hlotið samtals 7 punkta að sömu skilyrðum uppfylltum.

Svipting ökuréttar skv. 1. og 2. mgr. kemur til viðbótar þeim viðurlögum sem liggja við síðasta broti ökumanns.

9. gr.

Málsmeðferð lögreglustjóra.

Lögreglustjóri skal ætíð haga málsmeðferð umferðarlagabrota í samræmi við punktafjölda viðkomandi ökumanns.

10. gr.

Punktakerfi og önnur viðurlög.

Ákvörðun um sviptingu ökuréttar vegna uppsafnaðra punkta skal tekin samhliða ákvörðun annarra viðurlaga vegna þess brots sem varð þess valdandi að ökumaður hlaut tilskilinn fjölda punkta til sviptingar ökuréttar. Varði viðkomandi brot eitt og sér sviptingu ökuréttar bætist þriggja mánaða svipting vegna uppsafnaðra punkta við þann sviptingartíma sem ella hefði verið ákveðinn.

11. gr.

Færsla punkta í ökuferilsskrá.

Punktar vegna umferðarlagabrota skulu færðir í ökuferilsskrá þegar brot ökumanns hefur verið staðreynt með einhverjum eftirfarandi hætti:

 1.            Greiðslu sektar.

 2.            Undirritun lögreglustjórasáttar.

 3.            Áritun dómara, viðurlagaákvörðun eða dómi samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.

12. gr.

Brottfall punkta.

Réttaráhrif punkta falla niður:

 1.            Að liðnum þremur árum frá þeim degi er brot var framið.

 2.            Þegar ákvörðun um sviptingu ökuréttar á grundvelli uppsafnaðra punkta hefur verið tekin. Falla þá niður allir þeir punktar sem ökumaður hefur hlotið.

 3.            Þegar ákvörðun um viðurlög vegna brots, sem varðað hefur færslu punkta, er felld úr gildi.

13. gr.

Frestun brottfalls punkta vegna meðferðar máls.

Gerist ökumaður sekur um umferðarlagabrot á þriggja ára tímabili, sem jafngilda 12 punktum (7 ef ökumaður er með bráðabirgðaökuskírteini) eða meira, falla punktar hans þó ekki niður fyrr en málsmeðferð er endanlega lokið vegna síðasta brotsins.

Nú hefur ökumaður framið brot og málsmeðferð er ekki lokið þegar hann nær síðar 12 punktum (7 ef ökumaður er með bráðabirgðaökuskírteini) á þriggja ára tímabili vegna annarra brota og skal þá þegar svipta hann ökurétti án tillits til óafgreiddra mála. Punktar sem hann síðar fær vegna brots, sem hann gerðist sekur um áður en ákvörðun um sviptingu ökuréttar vegna punktasöfnunar var tekin, falla ekki niður fyrr en að liðnum þremur árum frá því að það brot var framið.

14. gr.

Viðvörun til ökumanns.

Ríkislögreglustjóri skal gefa út viðvörun til ökumanns þegar 8 punktar hafa verið færðir í ökuferilsskrá hans á þriggja ára tímabili. Slíka viðvörun skal þó gefa út til ökumanns með bráðabirgðaökuskírteini þegar 3 punktar hafa verið færðir í ökuferilsskrá hans.

Það kemur ekki í veg fyrir sviptingu ökuréttar þótt viðvörun berist ekki ökumanni áður en tilskildum punktafjölda er náð.

III. KAFLI

Gildistaka.

15. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 52. gr. og 2. mgr. 101. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 57 22. maí 1997, öðlast þegar gildi.

Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota nr. 404 27. júní 1997, sbr. reglugerð nr. 539 10. september 1997.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 6. júlí 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Benedikt Bogason.

 

 

 

 

VIÐAUKI

Skrá um vægi brota í punktakerfi.

Brot á eftirfarandi ákvæðum umferðarlaga eða reglum samkvæmt þeim varða punktum samkvæmt þessari skrá.

Lagagrein

Tegund brots

Punktafjöldi

5. gr.

Leiðbeiningar fyrir umferð.

 

1. - 2. mgr.:

Ekið gegn rauðu umferðarljósi

4

 

Ekið gegn einstefnu

1

 

Bann við framúrakstri eigi virt

1

3. mgr.:

Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu

2

10. gr.

Skyldur við umferðaróhapp.

 

1. mgr.:

Eigi numið staðar og veitt hjálp

2

2. mgr.:

Vanrækt að tilkynna lögreglu um slys

2

13. gr.

Notkun akbrauta.

 

1. mgr.:

Ekið eftir gangstétt eða gangstíg

1

 

 

 

17. gr.

Að snúa ökutæki, aka aftur á bak og skipta um akrein.

 

1. mgr.:

Ökutæki bakkað eða snúið við þannig að hætta eða

 

 

óþægindi skapast fyrir aðra

1

 

 

 

18. gr.

Akstur við biðstöð hópbifreiða o.fl.

 

1. mgr.:

Eigi virtur forgangur hópbifreiðar til aksturs frá biðstöð

1

2. mgr.:

Eigi sýnd sérstök aðgát í námunda við merkta skólabifreið

 

 

sem hefur stansað o.fl.

1

 

 

 

19. gr.

Þegar ökutæki mætast.

 

1. mgr.:

Eigi vikið nægilega eða dregið úr hraða

1

 

 

 

20. gr.

Framúrakstur.

 

1. mgr.:

Ekið hægra megin fram úr

1

 

Ekið vinstra megin fram úr ökutæki sem er

 

 

að sveigja til vinstri

1

2. mgr.:

Eigi sýnd nægileg varúð við framúrakstur (a-d liðir)

1

 

 

 

21. gr.

 

 

1. mgr.:

Eigi vikið nægilega eða framúrakstur torveldaður

1

 

 

 

22. gr.

Bann við framúrakstri.

 

1. mgr:

Ekið fram úr við eða á vegamótum

1

2. mgr.:

Ekið fram úr þegar vegsýn er skert

1

 

 

 

24. gr.

Framúrakstur við gangbraut.

 

 

Ekið fram úr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni

3

 

 

 

25. gr.

Skylda til að veita öðrum forgang.

 

2. mgr.:

Eigi virt:

 

 

- biðskylda

1

 

- stöðvunarskylda

2

4. mgr.:

Eigi virtur almennur forgangur á vegamótum o.fl. (hægri reglan)

2

 

 

 

26. gr.

Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum.

 

5. - 6. mgr.:

Gangbrautarréttur eigi virtur

3

 

 

 

32. gr.

Ljósanotkun.

 

2. mgr.:

Ökuljós eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi

1

 

 

 

36. gr.

Almennar reglur um ökuhraða.

 

1. - 3. mgr.:

Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður

2

 

 

 

37. - 38. gr.

Almennar hraðatakmarkanir og ökuhraði sérstakra gerða ökutækja.

 

 

Hámarkshraði 30-35 km/klst:

 

 

Ekið 16-20 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 21-25 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

3

 

Ekið 31 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða

4

 

Hámarkshraði 50-60 km/klst:

 

 

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 31-35 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 36-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

3

 

Ekið 41 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða

4

 

Hámarkshraði 70 km/klst:

 

 

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 31-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 41-50 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

3

 

Ekið 51 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða

4

 

Hámarkshraði 80-90 km/klst:

 

 

Ekið 21-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 31-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 41-50 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

3

 

Ekið 51 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða

4

 

 

 

41. gr.

Bifhjól.

 

 

Brot á sérreglum fyrir bifhjól

1

 

 

 

48. gr.

Ökupróf og ökuskírteini.

 

1.mgr.:

Akstur bifreiðar eða bifhjóls án þess að hafa öðlast ökurétt:

 

 

- í fyrsta sinn

1

 

- í annað sinn

2

 

 

 

71. gr.

Öryggisbelti.

 

1. mgr.:

Öryggisbelti ekki notað

1

2. mgr.:

Sérstakur öryggisbúnaður fyrir barn ekki notaður

1

5. mgr.:

Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað

1

 

 

 

72. gr.

Hlífðarhjálmar.

 

1. mgr.:

Hlífðarhjálmur ekki notaður

1

2. mgr.:

Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm

1

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica