Umhverfisráðuneyti

527/1993

Reglugerð um leirhluti sem er ætlað að snerta matvæli. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um leirhluti sem er ætlað að snerta matvæli.

I. KAFLI

Gildissvið og skilgreiningar.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um flæði blýs og kadmíums úr leirhlutum í matvæli þegar um er að ræða leirhluti sem er ætlað að snerta matvæli.

2. gr.

Leirhlutur er hlutur sem fæst þegar blanda af kísil og leir er hert í eldi. Í blöndunni geta einnig verið lífræn efni í litlu magni. Leirhluti má glerhúða, smelta og skreyta.

Hermir er efni eða efnablanda notað til að líkja eftir áhrifum matvæla á leir.

II. KAFLI

Almenn ákvæði.

3. gr.

Flæði blýs og kadmíums, sem mælist þegar aðferðinni sem lýst er í viðauka er beitt, skal ekki fara yfir neðangreind flæðimörk.

1. flokkur

Blý (Pb)

Kadmíum (Cd)

Ílát sem ekki er hægt að fylla og ílát
sem hægt er að fylla og sem eru allt
að 25 mm djúp0,8 mg/dm20,07 mg/dm2

2. flokkur
Ílát, dýpri en 25 mm


4,0 mg/1


0,3 mg/1

3. flokkur
Eldunaráhöld, ílát til pökkunar eða
geymslu sem rúma meira en 3 lítra1,5 mg/10,1 mg/1

Fari flæðið ekki meira en 50% yfir ofangreind mörk telst leirhluturinn uppfylla kröfur þessarar reglugerðar ef að minnsta kosti þrír samskonar hlutir eru prófaðir eins og meðaltalsmagnið af útdregnu blýi og/eða kadmíum reynist ekki yfir settum mörkum og enginn þeirra fer meira en 5O% yfir mörkin.

Ef leirílátum fylgir leirlok skulu ílátið og lok þess mæld í sitt hvoru lagi. Summa þeirra mæligilda sem þannig fást skal miðuð við rúmmál eða yfirborðsflatarmál ílátsins eftir því sem við á og má ekki fara yfir ofangreind flæðimörk.

III. KAFLI

Eftirlit og gildistaka.

4. gr.

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, lögum nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samnings um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla, 34. tölul., tilskipun 84/500/EBE, um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi leirílát sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli og 48. tölul., tilskipun 89/109/EEC um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli. Einnig með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 1994.

Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi reglugerð nr. 242/1974 um varnir gegn mengun matvæla af völdum blýs og kadmíums í matarílátum.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 22. desember 1993.

Guðmundur Árni Stefánsson.

Páll Sigurðsson.

 

Viðauki

Aðferð til að mæla flæði blýs og kadmíums.

Undirbúningur sýnis.

Sýnið verður að vera hreint, án fitu og annarra óhreininda sem gætu haft áhrif á niðurstöður mælinga. Það skal þvo í volgri lausn með mildum sápulegi, skola tvisvar með eimuðu vatni og þurrka. Ekki má snerta það yfirborð sem á að prófa eftir að það hefur verið þvegið.

Útdráttur.

Þegar mögulegt er skal, fylla sýnið með herminum, þannig að yfirborð hans sé 1-6

mm frá efri brún sýnisins. I öðrum tilvikum er yfirborð sýnisins, sem ekki á að snerta matvæli, húðað með hlífðarlagi sem þolir herminn og sýninu sökkt í þekkt rúmmál hans. Ef mæla á kadmíum skal breitt yfir sýnið þannig að ljós komist ekki að lausninni. Sýnið er látið standa í snertingu við herminn í 24 ± 0,5 klst. við 22 ± 2 C.

Mæling.

Magn útdregins blýs og/eða kadmíums í herminum skal mæla með atómgleypnimæli

sem hefur greiningarmörkin 0,1 mg/1 fyrir blý og 0,01 mg/1 fyrir kadmíum. Aður skal lausnin gerð einsleit. Núll lausn verður að mæla fyrir hverja mæliröð.

Hermir:

4% (v/v) ediksýrulausn; 40 ml ísedik bætt í eimað vatn og fyllt að 1000 ml.

 

 

Staðlar:

Blýstaðall 1000 mg/1 Pb, Kadmíumstaðall minnst 500 mg/1 Cd, í báðum tilvikum í 4% ediksýrulausn.

 

 

Greiningarmörk:

Sá styrkur sem gefur tvöfalda grunntruflun tækisins í 4 % (v/v) ediksýrulausn.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica