Umhverfisráðuneyti

151/1999

Reglugerð um álagningu spilliefnagjalds. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um álagningu spilliefnagjalds.

1. gr.

Gjaldskyldar vörur og undanþágur.

Sé gjaldstofn spilliefnagjalds ekki ákveðinn miðað við stykkjatölu miðast hann við tiltekna fjárhæð fyrir hvert kílógramm gjaldskyldrar vöru ásamt umbúðum. Ef um er að ræða margnota umbúðir, sem notaðar eru til flutnings umræddra vara og ekki eru smásöluumbúðir, skal þyngd þeirra ekki reiknuð með við ákvörðun gjaldstofns.

Vörur og vöruflokkar sem ekki er fjallað um í reglugerð þessari eru undanþegin spilliefnagjaldi.

Umhverfisráðherra sker úr um ágreining um gjaldskyldu spilliefna.

2. gr.

Innfluttar vörur.

Öllum þeim sem flyjta inn til landsins vörur sem geta orðið að spilleiefnum og tilgreindar eru í ergluegrð þessari ber skylda til að greiða spilliefnagjald sem innheimt skal ásamt aðflutningsgjöldum.

Spilliefnagjaldinu skal ráðstafað jafnskjótt og við verður komið til spilliefnanefndar.

3. gr.

Innlend framleiðsla.

Þeim sem framleiða hér á landi vörur sem geta orðið að spilliefnum og tilgreindar eru í reglugerð þessari ber skylda til að greiða spilliefnagjald af framleiðslu sinni og standa skil á því til spilliefnanefndar. Hafi spilliefnagjald verið greitt af hráefni til innlendrar framleiðslu þá er sú upphæð frádráttarbær við gjaldskyldu á innlendri framleiðslu.

4. gr.

Endurgreiðsla spilliefnanefndar.

Skilyrði fyrir greiðslu spilliefnanefndar vegna spilliefna er framvísun á útflurnings- eða eyðingarvottorða frá mótttökustöð sem meðhöndlar eða fargar spilliefnum og hefur gilt starfleyfi samkvæmt lögum um hollistuhætti og mengunarvarnir.

5. gr.

Spilliefnagjald skal leggja á neðangreinda vöruflokka:

a. Olíuvörur.

Um gjaldtöku og flokkun á olíuvörum eftir tollskrárnúmerum gilda ákvæði Viðauka I.

b. Lífræn leysiefni.

Um gjaldtöku og flokkun lífrænna leysiefna eftir tollskrárnúmerum gilda ákvæði Viðauka II.

c. Halógeneruð efnasambönd.

Um gjaldtöku og flokkun á halógeneruðum efnasamböndum eftir tollskrárnúmerum gilda ákvæði Viðauka III.

d. Ísócýanöt.

Um gjaldtöku og flokkun á ísócýanötum eftir tollskrárnúmerum gilda ákvæði Viðauka IV.

e. Málning.

Um gjaldtöku og flokkun málningar eftir tollskrárnúmerum gilda ákvæði Viðauka V.

f. Rafhlöður.

Um gjaldtöku og flokkun á rafhlöðum eftir tollskrárnúmerum og tækjum eða búnaði sem í eru eða fylgja rafhlöður, gilda ákvæði Viðauka VI.

g. Kemískar vörur í ljósmynda- og prentiðnaði.

Um gjaldtöku og flokkun kemískra vara eftir tollskrárnúmerum fyrir ljósmynda- og prentiðnað gilda ákvæði Viðauka VII.

h. Rafgeymar.

Um gjaldtöku og flokkun rafgeyma eftir tollnúmerum gilda ákvæði Viðauka VIII.

i. Varnarefni.

Um gjaldtöku og flokkun á varnarefnum eftir tollskrárnúmerum gilda ákvæði Viðauka IX.

6. gr.

Viðurlög.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varðar refsingu samkvæmt 12. gr.laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast þeagr gildi 15. mars 1999 og tekur til allra vara sem þá eru ótollafgreiddar. Með reglugerð þessari fellur í gildi reglugerð nr. 158/1997 um álagningu spilliefnagjalds með síðari breytingum.

Umhverfisráðuneytinu, 1. mars 1999.

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.

VIÐAUKI I - IX.

(Sjá Stjórnartíðindi)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica