Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfisráðuneyti

449/1996

Reglugerð um bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna.

 

Markmið.

1. gr.

Reglugerð þessi er sett til að takmarka notkun tiltekinna efnasambanda sem geta verið hættuleg heilsu manna og/eða skaðað umhverfið.

 

Innflutningur, sala og notkun.

2. gr.

Óheimilt er að flytja inn, selja eða nota efni eða vörur sem innihalda 0,1% eða meira af eftirtöldum efnum sem geta valdið krabbameini, sbr. þó ákvæði 3. gr.:

bensen                                                   CAS-nr.1)71-34-2

bensidín og sölt þess                          CAS-nr.  92-87-5

2-naftýlamín og sölt þess                   CAS-nr. 91-59-8

4-nítródífenýl                                        CAS-nr.  92-93-3

4-amínódífenýl og sölt þess               CAS-nr.  92-67-1

pentaklórfenól, sölt þess og esterar CAS-nr.  87-86-5

Óheimilt er að flytja inn, selja eða nota efnið dí-µ-oxó-dí-n-bútýltinhýdroxýbóran (DBB, díbútýltinbórat), CAS nr. 75113-37-0, eða vörur sem innihalda 0,1% DBB, nema því aðeins að efnið sé notað við framleiðslu annarrar vöru þannig að innihald DBB í fullunninni vöru verði minna en 0,1%.

 

Undanþágur.

3. gr.

Bann samkvæmt 2. gr. varðandi bensen tekur ekki til eldsneytis, sbr. ákvæði um eldsneyti í 8. gr. reglugerðar nr. 137/1987.

Bann samkvæmt 2. gr. varðandi pentaklórfenól tekur ekki til meðhöndlunar viðar og meðhöndlunar trefja og slitþolinna textílefna í iðnaði, sbr. þó 4. gr. reglugerðar nr. 445/1996 um notkun og bann við notkun tiltekinna efna í málningu, lökkum og viðarvörn og fl. og 4. gr. reglugerðar nr. 448/1996 um bann við notkun tiltekinna efna við meðhöndlun á textílvörum. Við notkun pentaklórfenóls skal heildarmagn hexaklórbensóparadíoxíns (H6CDD) í efninu vera minna en 4 ppm2). Efnið skal eingöngu markaðssett í umbúðum sem eru a.m.k. 20 lítrar.

Bann samkvæmt 2. gr. tekur ekki til efnanotkunar í iðnaði þar sem losun efnanna út í umhverfið er bundin skilyrðum sem sett eru samkvæmt ákvæðum mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994 ásamt síðari breytingum, svo og ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Efni sem notuð eru í iðnaði skulu auk annarra lögbundinna merkinga sérstaklega merkt með eftirfarandi áletrun: _Eingöngu fyrir fagmenn". Áletrunin skal vera með greinilegu óafmáanlegu letri.

Ákvæði 2. gr. eiga ekki við um úrgang. Um úrgang sem inniheldur viðkomandi efni gilda ákvæði mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994, ásamt síðari breytingum.

 

1) CAS nr.: Chemical Abstract Service - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda

2) ppm: Hluti af milljón

 

 

Úðabrúsar.

4. gr.

Úðabrúsar sem ætlaðir eru til sölu á almennum markaði mega ekki innihalda efni sem flokkast sem sterkt eitur (Tx) eða eitur (T) samkvæmt reglugerð nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, nema það sé sérstaklega leyft samkvæmt öðrum reglugerðum eða lögum.

 

Varnarefni.

5. gr.

Óheimilt er að flytja inn, selja eða nota eftirtalin efni sem varnarefni í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra:

                aldrín                                                                      CAS-nr.  309-00-2

                DDT                                                                       CAS-nr.  50-29-3

                1,2-díbrómetan (EDB)                                          CAS-nr.  106-93-4

                díeldrín                                                                   CAS-nr.  60-57-1

                endrín                                                                     CAS-nr.  72-20-8

                heptaklór                                                               CAS-nr.  76-44-8

                hexaklórbensen                                                    CAS-nr.  118-74-1

                kamfeklór (toxafen)                                              CAS-nr.  8001-35-2

                klórdan                                                                   CAS-nr.  57-74-9

                kvikasilfurssambönd

 

Eftirlit.

6. gr.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar að öðru leyti en því sem fellur undir lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

 

Viðurlög.

7. gr.

Um mál er rísa kunna út af brotum á reglum þessum fer að hætti opinberra mála. Um refsingar fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

 

Gildistaka.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11., 18., 19. og 20. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum og 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, og í samræmi við 4. tl. XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 76/769/EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna ásamt breytingum í tilskipunum 89/677/EBE og 91/173/EBE.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 6. ágúst 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica