1. gr.
Ákvæði 1. gr. og f. liðar 2. gr. er vísar í 16. tölulið í IX. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun ráðsins 76/764/EBE frá 27. júlí 1976 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi kröfur til kvikasilfurs glerhitamæla með "maxima" álestri, fellur úr gildi frá og með 1. janúar 1995.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 100/1992 um vog, mál og faggildingu, öðlast gildi 1. janúar 1995.
Viðskiptaráðuneytið, 30. júní 1994.
F.h.r.
Þorkell Helgason.
Sveinn Þorgrímsson.