Fjármála- og efnahagsráðuneyti

427/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð um fasteignalán til neytenda, nr. 270/2017.

1. gr.

Á eftir 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 1. gr. a., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Innleiðing reglugerða.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1125/2014 frá 19. september 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar eða sambærilegrar tryggingar sem lána­miðlarar skulu hafa sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 130/2019, frá 8. maí 2019, skal gilda hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­­tíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 20. júní 2019, bls. 125-126.

 

2. gr.

1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar lána­miðlara fer samkvæmt framseldri reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 1125/2014, sbr. 1. gr. a.

 

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. mars 2022.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Guðmundur Kári Kárason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica