Umhverfisráðuneyti

425/2002

Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Gr. 2.5 orðist svo:
Þegar sérstaklega stendur á getur ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum reglugerðarinnar.


2. gr.

Skilgreining á orðinu nýtingarhlutfall í grein 4.27. orðast svo:
Hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga og byggingahluta í lokunarflokkum A og B, sbr. ÍST 50:1998 á lóð eða reit og flatarmáls lóðar eða reits.


3. gr.

Við gr. 12.5 bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Heimilt er skipulagsnefnd að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir því með áritun á deiliskipulagsuppdrátt að þeir geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi, áður en fjórar vikur eru liðnar.


4. gr.

Í stað orðsins "byggingarnefnd" í grein 14.2, kemur "sveitarstjórn".


5. gr.

1. ml. gr. 26.1 orðist svo:
Hönnuður, einstaklingur eða fyrirtæki þar sem löggiltur hönnuður starfar sem leggur uppdrætti fyrir byggingarnefnd eða byggingarfulltrúa skal hafa fullnægjandi ábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af gáleysi í starfi hönnuðar.


6. gr.

Gr. 27 orðist svo:

27.1 Sveitarstjórnum er heimilt að innheimta gjöld fyrir leyfi til að reisa, stækka eða breyta byggingarmannvirkjum, sbr. gr. 11. Jafnframt er þeim heimilt að innheimta gjöld fyrir útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té.
27.2 Gjöld þessi mega ekki nema hærri upphæð en sem nemur kostnaði við útgáfu leyfa, útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té og skulu vera í samræmi við gjaldskrá sem sveitarstjórn setur og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.

7. gr.

Lokamálsliður greinar 28.1 orðist svo:
Sveitarstjórn getur sett sérstaka gjaldskrá um bílastæðagjöld í sveitarfélaginu sem sveitarfélagið birtir í B-deild Stjórnartíðinda.


8. gr.

Í stað b) liðar í grein 31.1 komi tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:

b) Arkitektar, byggingarverkfræðingar, byggingartæknifræðingar, byggingarfræðingar og aðrir verkfræðingar og tæknifræðingar með hliðstæða menntun á byggingarsviði.
c) Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfar aðili sem uppfyllir skilyrði a) eða b) liðar, enda annist hann störf byggingarstjóra.

9. gr.

2. mgr. greinar 120.2 orðist svo:
Á meðan ekki eru til samhæfðir staðlar og/eða tæknisamþykki til þess að ákvæði 1. mgr. verði virk skulu byggingarvörur á markaði hafa vottun eða umsögn um að þær uppfylli kröfur byggingarreglugerðar, standist staðla og falli að verklagi og séríslenskum aðstæðum. Hliðsjón skal höfð af kröfum sem settar eru fram í ákvörðunum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varðandi hlutverk framleiðanda og tilnefnds aðila við staðfestingu á samræmi við kröfur. Ef ekki liggja fyrir samþykktir frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðandi einstaka vöruflokka skal höfð hliðsjón af ákvörðunum um hliðstæðar vörur. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Brunamálastofnun eða aðrir þar til bærir aðilar sem umhverfisráðuneytið viðurkennir skulu gegna samsvarandi hlutverki og tilnefndur aðili vegna ákvæða þessarar greinar. Þessir aðilar annast staðfestingu á samræmi og gefa út vottorð eða umsögn þar að lútandi.


10. gr.

Grein 126.2 gr. orðast svo:
Um hönnun og útreikninga á burðarvirkjum gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar. Annars vegar er heimilt að nota staðla sem byggja á dönsku þolhönnunarstöðlunum með íslenskum sérákvæðum og hins vegar evrópsku forstaðlana um þolhönnun ásamt íslenskum þjóðarskjölum en þá aðeins þegar þau hafa verið gefin út. Einungis má nota annað staðlasettið við hönnun hvers mannvirkis.


11. gr.

Gr. 129.1 orðast svo:
Um timbur og festingar sem nota á í burðarvirki gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar, sbr. gr. 126.2. Jafnframt gilda INSTA 142 "Norrænar reglur um styrkleikaflokkun timburs" og NTR skjal nr. 1:1998 "Norrænir gagnavarnarflokkar" (NTR Dokument nr. 1:1998 Nordiske træbeskyttelsesklasser).


12. gr.

Grein 130.1 orðast svo:
Um stál, stálvirki, ál og álvirki gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar, sbr. gr. 126.2.


13. gr.

Grein 131.1 orðast svo:
Um sement, steinsteypu og steinsteypuvirki gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar, sbr. gr. 126.2. Jafnframt gilda staðlarnir ÍST EN 197-1, ÍST EN 206 og ákvæði um niðurlögn steypu í staðlinum ÍST 10:1971 um niðurlögn steinsteypu.


14. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 37. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi nema greinar 10 – 13 sem öðlast gildi 1. júlí.


Umhverfisráðuneytinu, 3. júní 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigrún Ágústsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica