Menntamálaráðuneyti

423/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 280/1997 um námssamninga og starfsþjálfun. - Brottfallin

1. gr.

3. málsl. 4. gr. fellur niður.


2. gr.

Við 11. gr. bætist nýr stafliður svohljóðandi:

d. Ef ekki reynist unnt að mati viðkomandi starfsgreinaráðs að uppfylla skilyrði a-liðar hér að ofan er heimilt að víkja tímabundið frá ákvæðum hans, að settum nánari skilyrðum menntamálaráðherra.

3. gr.

15. gr. orðist svo:
Sé námssamningi slitið eftir að þriggja mánaða reynslutími er liðinn skal fulltrúi menntamálaráðherra, sbr. 4. gr., skrá ástæðu samningsslitanna. Óski aðili einhliða eftir riftun námssamnings þegar reynslutími er liðinn skal það gert skriflega og mótaðila samnings jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um riftunarbeiðnina. Uppsagnarfrestur samnings í slíkum tilvikum skal alla jafna vera 1 mánuður.

Ágreiningi nema og meistara er kann að rísa vegna samningsslita skal vísað til fulltrúa menntamálaráðherra sem afgreiðir málið að lokinni athugun á málsatvikum.

Verði endurtekin slit á námssamningum af hálfu meistara eða fyrirtækis eða meistari verði sannanlega uppvís að því að vanrækja kennslu eða brjóta á annan hátt gegn lögum og reglugerðum um framhaldsskóla í veigamiklum atriðum, er menntamálaráðherra heimilt að svipta hlutaðeigandi, tímabundið eða að fullu, rétti til að taka nema á námssamning.


4. gr.

2. mgr. 16. gr. fellur niður.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæði 32. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 6. júní 2000.

Björn Bjarnason.
Árni Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica