Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfisráðuneyti

620/1987

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna nr. 445/1978. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (7.) breytingu á reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna nr. 445/1978.

 

1. gr.

            Við 1. gr. , lista II, bætist:

            "DÍETÝLETRI, sjá etra

            ETRI (ETER; ETÝLETRI), ef látið er úti meira magn en 200 ml, sbr. lista IV A

DÍKLÓRMETAN, ef látið er úti meira magn en 200 ml, sbr. lista IV A ÍSÓPRÓPÝLETRI.

 

2. gr.

            Í 2. gr., lista IV A, skulu gerðar eftirfarandi breytingar:

            Í stað "DÍKLÓRMETAN (METÝLENDÍKLÓRÍÐ)" kemur "DÍKLÓRMETAN (METÝLENDÍKLÓRÍÐ), ef látið er úti 200 ml eða minna magn, sbr. lista II",

            og í stað "ETRI (ETER, ETÝLETRI)" kemur

            "ETRI (ETER, ETÝLETRI), ef látið er úti 200 ml eða minna magn, sbr. lista II".

 

3. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968, öðlast gildi við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 16. desember 1987.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingolf J. Petersen.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica