Fjármálaráðuneyti

416/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á a. lið 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "þrjú" í 2. mgr. a. liðar 15. gr. kemur: tvö.
  2. Í stað 3. tl. 2. mgr. a. liðar 15. gr. kemur:

Rétthafi skal hafa í tekjur að lágmarki 70% af reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu eins og það er ákvarðað af ráðherra árlega, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, næsta almanaksár eftir að eftirgjöf var veitt. Að loknum tveimur árum frá eftirgjöf ber rétthafa að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslu næsta heila almanaksárs eftir að eftirgjöf var veitt, til sönnunar á tekjum rétthafa. Berist tollstjóra ekki framangreint skattframtal skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu.

2. gr.

Í stað orðsins "þrjú" í 2. mgr. b. liðar 15. gr. kemur: tvö.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á c. lið 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "þrjú" í 2. mgr. c. liðar 15. gr. kemur: tvö.
  2. Í stað 3. tl. 2. mgr. c. liðar 15. gr. kemur:

Rétthafi skal hafa í tekjur að lágmarki 70% af reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu eins og það er ákvarðað af ráðherra árlega, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, næsta almanaksár eftir að eftirgjöf var veitt. Að loknum tveimur árum frá eftirgjöf ber rétthafa að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslu næsta heila almanaksárs eftir að eftirgjöf var veitt, til sönnunar á tekjum rétthafa. Berist tollstjóra ekki framangreint skattframtal skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 17. apríl 2008.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Guðmundur Jóhann Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica