Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

415/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds.

1. gr.

Við B. lið 3. tölul. 1. gr. bætist við nýr stafliður:

Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu og án nokkurs tengi­búnaðar og er sérstaklega útbúin og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 10. maí 2007.

Árni M. Mathiesen.

Baldur Guðlaugsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica