Fjármálaráðuneyti

410/1989

Reglugerð um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins - Brottfallin

REGLUGERÐ

um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins.

 

1. gr.

Réttur til launa í barnsburðarleyfi.

1. mgr. Vegna barnsburðar skal fastráðin kona, sem starfað hefur í þjónustu ríkisins samfellt í 6 mánuði fyrir barnsburð, eiga rétt á leyfi í 5 mánuði með þeim dagvinnulaunum, sem stöðu hennar fylgja, enda sé ráðningu ætlað að standa a.m.k. þann tíma.

2. mgr. Frá 1. janúar 1990 skal barnsburðarleyfi vera 6 mánuðir.

3. mgr. Kona, sem á rétt skv. grein þessari og hefur töku barnsburðarleyfis á tímabilinu 1. ágúst - 31. desember 1989, skal fá barnsburðarleyfi í samtals 6 mánuði.

4. mgr. Barnsburðarleyfi skal taka í einu lagi. Þegar sérstaklega stendur á, skal þó heimilt að skipta barnsburðarleyfi vegna heilsufars barns, að fengnu vottorði læknis, sem annast hefur barnið.

 

2. gr.

Tilkynningar- og vottorðsskylda.

1. mgr. Tilkynna skal vinnuveitanda um töku væntanlegs barnsburðarleyfis með þriggja mánaða fyrirvara.

2. mgr. Leggja skal fram fæðingarvottorð innan mánaðar frá barnsburði.

 

3. gr.

Lágmarksgreiðsla launa.

1. mgr. Þann tíma, sem kona á rétt til barnsburðarleyfis skv. reglugerð þessari, skal hún eigi fá lægri heildargreiðslur á mánuði hverjum né njóta lakari réttar en hún ætti kost á skv. lögum um fæðingarorlof.

2. mgr. Við útreikning á heildargreiðslum hvers mánaðar skal fyrst leggja saman greiðslur skv. 1. og 4. gr., eftir því sem við á.

 

4. gr.

Yfirvinnu- og álagsgreiðslur.

1. mgr. Fyrstu 3 mánuði í barnsburðarleyfi, svo og í framlengdu leyfi skv. 6. og 7. gr. og fyrstu 2 mánuði skv. 8. gr., skal auk dagvinnulauna greiða meðaltal þeirra yfirvinnu-, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálagsstunda, sem konan fékk greiddar síðustu 12 mánaða uppgjörstímabil yfirvinnu, áður en barnsburðarleyfi hófst. Starfsmanni skóla eða annarrar stofnunar, þar sem venjuleg starfsemi liggur niðri hluta ársins, skal aðeins greiða slíkt meðaltal þá mánuði, sem venjuleg starfsemi fer fram, og skal þá miða meðaltal við síðustu 9 heilu starfsmánuði stofnunarinnar.

2. mgr. Ef kona var fjarverandi á viðmiðunartímabili skv. 1. mgr. vegna orlofs, skal telja, að hún hafi sama meðaltal yfirvinnu- og álagsstunda orlofsdagana eins og hinn hluta tímabilsins.

 

5. gr.

Lenging barnsburðarleyfis.

1. mgr. Ef fastráðin kona óskar eftir að taka lengra barnsburðarleyfi en hún annars á rétt á, gegn tilsvarandi skerðingu launa sbr. 1., 3. og 4. gr., skal viðkomandi stofnun leitast við að verða við þeirri ósk. Heimilt skal, að barnsburðarleyfi nái þannig allt að tvöfaldri lengd skv. 1.

 

6. gr.

Alvarlegur sjúkleiki barns.

1. mgr. Barnsburðarleyfi framlengist um 1 mánuð, sé um að ræða alvarlegan sjúkleika barns, sem krefst nánari umönnunar móður. Slík þörf skal rökstudd með læknisvottorði og staðfest af tryggingaráði.

7. gr. Fleirburafæðing. 1. mgr. Sé um fleirburafæðingu að ræða, framlengist barnsburðarleyfi um 1 mánuð fyrir hvert barn umfram eitt.

 

8. gr.

Barn tekið til fósturs eða ættleitt.

1. mgr. Ættleiðandi móðir, uppeldis- eða fósturmóðir, sbr. 5. gr. laga um fæðingarorlof nr. 57/1987, á rétt á 4 mánaða leyfi með þeim dagvinnulaunum, sem stöðu hennar fylgja, vegna töku barns yngra en 5 ára.

2. mgr. Réttur þessi verður 5 mánuðir frá 1. janúar 1990.

3. mgr. Kona, sem á rétt skv. grein þessari og hefur töku leyfis á tímabilinu 1. ágúst - 31. desember 1989, skal fá leyfi í samtals 5 mánuði.

4. mgr. Sé um fleiri en 1 barn yngri en 5 ára að ræða í sömu fósturráðstöfun eða ættleiðingu, framlengist leyfið um 1 mánuð fyrir hvert barn umfram eitt.

 

9. gr.

Andvanafæðing eða fósturlát.

1. mgr. Vegna andvanafæðingar eftir 28 vikna meðgöngutíma skal barnsburðarleyfi vera 3 mánuðir. Vegna fósturláts eftir 20 vikna meðgöngu, skal barnsburðarleyfi vera 2 mánuðir. Leggja skal fram læknisvottorð til staðfestingar á lengd meðgöngu.

 

10. gr.

Barn ættleitt eða fóstrað af öðrum.

1. mgr. Barnsburðarleyfi fellur niður frá þeim degi að telja, er móðir lætur barn frá sér vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs, eða til varanlegrar dvalar á stofnun. Í slíkum tilvikum skal barnsburðarleyfi þó aldrei vera styttra en 2 mánuðir eftir barnsburð.

 

11. gr.

Stytting barnsburðarleyfis.

1. mgr. Vilji kona hefja störf að nýju, áður en barnsburðarleyfi hennar er lokið, skal hún tilkynna það vinnuveitanda með 1 mánaðar fyrirvara. Fellur þá niður réttur til barnsburðar­leyfis þann tíma, sem hún nýtir ekki.

 

12. gr.

Tilfærsla í starfi á meðgöngutíma.

1. mgr. Skylt er, þar sem því verður við komið, að færa barnshafandi konu til í starfi, ef það er þess eðlis, að heilsu hennar eða fósturs er af því hætta búin, enda verði ekki við komið breytingum á starfsháttum. Slík tilfærsla skal ekki hafa áhrif á launakjör viðkomandi til lækkunar.

 

13. gr.

Uppsögn barnshafandi konu úr starfi.

1. mgr. Óheimilt er að segja barnshafandi konu upp starfi nema gildar ástæður séu fyrir hendi.

 

14. gr.

Gildistaka.

1. mgr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 3814, apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 633/ 1987, um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins.

 

Fjármálaráðuneytið, 24. ágúst 1989.

 

Ólafur Ragnar Grímsson.

Birgir Guðjónsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica