Sjávarútvegsráðuneyti

115/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 447, 30. júní 1999 um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). - Brottfallin

115/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 447, 30. júní 1999 um veiðieftirlit
á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).

1. gr.

Orðin "að undanskildum veiðum á túnfiski" í 2. gr. reglugerðarinnar, falla niður.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu 21. febrúar 2003.


F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórir Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica