Sjávarútvegsráðuneyti

413/2002

Reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2002/2003. - Brottfallin

413/2002

REGLUGERÐ
um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2002/2003.

1. gr.

Fyrir fiskveiðiárið 1. september 2002 til 31. ágúst 2003 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:


Tegund
Lestir
Þorskur
179.000
Karfi
60.000
Ýsa
55.000
Ufsi
37.000
Grálúða
23.000
Steinbítur
16.000
Skrápflúra
5.000
Skarkoli
5.000
Sandkoli
4.000
Keila
3.500
Langa
3.000
Þykkvalúra
1.600
Skötuselur
1.500
Langlúra
1.500
Síld
105.000
Úthafsrækja
23.000
Humar
1.600
Hörpudiskur
4.150
Innfjarðarækja
1.400Ákvörðun um leyfilegan heildarafla fyrir rækju verður endurskoðuð að lokinni úttekt Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjustofnunum.


2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 3. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 5. júní 2002.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica