Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

401/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 455 15. nóvember 1993, um pappírslaust peningahappdrætti Háskóla Íslands með síðari breytingum.

1. gr.

5. gr., sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 818 5. október 2004, orðast svo:

Þátttaka í happdrættinu felst í því að þátttakandi greiðir að lágmarki eina einingu fyrir hvern einstakan leik. Einingin getur verið 1 kr., 2 kr., 5 kr., 10 kr., 25 kr. eða 50 kr. Greinilega skal koma fram á happdrættisvél hver grunneining leiks er.

Hámarksfjárhæð sem hægt er að nota í hverjum einstökum leik er 300 kr. Greiða skal fyrir þátttöku í happdrættinu með 50 kr. eða 100 kr. mynt, peningaseðlum eða með því að taka af uppsafnaðri inneign í happdrættisvél.

2. gr.

1. mgr. 10. gr., sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 818 5. október 2004, orðast svo:

Vinningshafar skulu að jafnaði fá vinninga sína greidda úr happdrættisvélinni á sjálfvirkan hátt. Vinningar eru greiddir út í 50 kr. eða 100 kr. peningum. Nú eru ekki nægilega margir peningar í vél til að borga út vinning, eða inneign í happdrættisvél er lægri en 100 kr. og skal þá vinningshafi snúa sér til umsjónarmanns vélarinnar sem greiðir vinnings­hafa það sem upp á vantar.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 1. gr. og 5. gr. laga um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 8. maí 2007.

Björn Bjarnason.

Fanney Óskarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica