Menntamálaráðuneyti

393/1996

Reglugerð um fyrirkomulag æfingakennslu kennaranema í grunnskólum. - Brottfallin

1. gr.

Skólar sem annast kennslu kennaranema til starfa við grunnskóla skulu tryggja þessum nemum aðstöðu til æfingakennslu á námstíma sínum með því að semja við skólastjóra og skólanefndir um að taka nemana í æfingakennslu.

Um stundafjölda í æfingakennslu og nánara fyrirkomulag fer eftir námskrá viðkomandi kennaramenntunarstofnunar.

Þar sem sérstakar skólamálaskrifstofur á vegum sveitarfélaga eru starfandi má semja við þær um að hafa milligöngu um útvegun aðstöðu til æfingakennslu.

Kostnaður við æfingakennslu telst hluti af rekstrarkostnaði viðkomandi kennaramenntunarstofnana.

2. gr.

Um æfingakennslu kennaranema við Íþróttakennaraskóla Íslands fer samkvæmt 3. gr. laga nr. 65/1972.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 43. gr. laga nr. 29/1988 um Kennaraháskóla Íslands sbr. 3. grein laga nr. 46/1994 um breytingu á þeim lögum, 17. gr. sbr. 9. gr. laga nr. 51/1992 með áorðnum breytingum um Háskólann á Akureyri sbr. einnig 4. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 380 frá 1994 um Háskólann á Akureyri svo og með heimild í 16. gr. laga nr. 65/1972 um Íþróttakennaraskóla Íslands og 14. gr. laga nr. 38/1965 um Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

 

4. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. ágúst 1996.

 

Menntamálaráðuneytinu, 26. júní 1996.

 

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica