Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

390/2014

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007 frá 26. október 2007 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti af villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi gildir með þeim takmörkunum sem leiða af lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

4. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum, og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica