Sjávarútvegsráðuneyti

172/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 58, 18. janúar 1996, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 58, 18. janúar 1996, um hrognkelsaveiðar.

 

1. gr.

                Í stað 2. málsgreinar B-liðar 6. gr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo: Innan línu, sem dregin er úr Krossanesvita, vestan Grundarfjarðar, í Lambanes, vestan Vatnsfjarðar, er veiðitímabilið þó 5. maí -5. ágúst.

                Séu grásleppuveiðar hafnar fyrir 5. maí samkvæmt heimild í þessum lið skal veiðum viðkomandi báts hætt eigi síðar en 20. júlí.

 

2. gr.

                Aftan við 1. málsgrein C-liðar 6. gr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo: Norðan línu, sem dregin er réttvísandi í vestur frá Sauðanesvita og utan línu, sem dregin er frá Óshólavita í Bjarnanúp er þó heimilt að hefja grásleppuveiðar 10. apríl.

                Séu grásleppuveiðar hafnar fyrir 20. apríl samkvæmt þessum lið skal veiðum viðkomandi báts hætt eigi síðar en 10. júlí.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. mars 1997.

 

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica