Sjávarútvegsráðuneyti

171/1996

Reglugerð til breytinga á reglugerð nr. 7/1996 um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. - Brottfallin

REGLUGERÐ

til breytinga á reglugerð nr. 7/1996 um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

 

1. gr.

                Á eftir 1. mgr. 21. gr. komi ný málsgrein er orðist svo:  

                Til að lágmarka gengisáhættu og vaxtaáhættu skal stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, eftir því sem unnt er tryggja að gengisþróun heildarskulda sjóðsins umfram eignir í erlendri mynt endurspegli gengisþróun opinberrar myntkörfu Seðlabanka Íslands eins og hún er á hverjum tíma. Til að ná því markmiði er stjórn sjóðsins heimilt að gera framvirka gjaldmiðlasamninga, vaxtaskiptasamninga og gjaldmiðlaskiptasamninga. Þá er henni einnig heimilt að kaupa valkvæðasamninga (þ.e. options).

 

2. gr.

                Reglugerð þessi tekur þegar gildi.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 18. mars 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Arndís Steinþórsdóttir.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica