Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

163/1990

Reglugerð um framlög til eftirlauna aldraóra. - Brottfallin

1. gr.

Fé til greiðslu eftirlauna samkvæmt I. kafla laga nr. 2/1985 með áorðnum breytingum, sbr. lög nr. 130/1989, að undanskilinni uppbót samkvæmt 21. gr. laganna greiðist úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ávísun umsjónarnefndar eftirlauna, en Atvinnuleysis­tryggingasjóður endurkrefur ríkissjóð um ¼ hluta útgjaldanna.

 

2. gr.

Gjöld til uppbótargreiðslna á lífeyri samkvæmt I. kafla laganna, sbr. 1. mgr. 21. gr. þeirra, skulu borin af hlutaðeigandi lífeyrissjóðum með þeim hætti, að hver sjóður sem tilgreindur er á fylgiskjali með samkomulagi Alþýðusambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna frá 22. júní 1977 um málefni lífeyrissjóða og undirritar samstarfssamning lífeyrissjóða þar að lútandi, skal leggja fram 5% af bókfærðum iðgjaldatekjum sínum, sbr. 4. gr. , á árunum 198(1-1984, 4%> árið 1985, 3% árin 1986-1989, 2% árið 1990 og 1% áríð 1991.

 

3. gr.

Allir lífeyrissjóðir, sem lögbundnir eru eða njóta viðurkenningar fjármálaráðuneytisins samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt og ekki eiga aðild að samkomulagi því, sem um getur í 2. gr., skulu leggja fram 5% af bókfærðum iðgjaldatekjum sínum á árunum 198(1-1984, 4% árið 1985, 3% árin 1986-1989, 2% árið 1990 og 1`% áríð 1991, til að standa undir útgjöldum til lífeyrisgreiðslna samkvæmt II. kafla laganna ásamt uppbót á þann lífeyri, sbr. 22. gr. laganna, og sérstakri uppbót á lífeyri samkvæmt II. kafla laga um Lífeyrissjóð bænda.

 

4. gr.

Séu iðgjöld til lífeyrissjóðs ákveðin hærri en 10% af iðgjaldsskyldum tekjum, skal við ákvörðun framlags samkvæmt 2. og 3. gr. ekki reikna með þann hluta iðgjalda, sem umfram er 10% . Til frádráttar skulu koma iðgjöld, endurgreidd á árinu eða flutt til annarra sjóða, og skal ekki telja til iðgjalda sérstök aukaframlög vinnuveitenda, svo sem til verðtryggingar lífeyris eða til að mæta halla, sem fram hefur komið við tryggingafræðilega athugun. Að öðru leyti skal framlag reiknað af öllum iðgjaldatekjum að meðtöldum iðgjöldum fluttum til sjóðsins á árinu.

Nú hefur breyting orðið á tilhögun færslu iðgjalda á ársreikningi lífeyrissjóðs frá árinu 1978, og er þá umsjónarnefnd heimilt að miða útreikninga framlags við fyrri tilhögun og áætla breytingar á reikningi í því skyni eftir því, sem nauðsyn krefur.

 

5. gr.

Umsjónarnefnd eftirlauna skal í marsmánuði ár hvert 1980-1991 áætla iðgjaldatekjur lífeyrissjóða á árinu, sbr. 2.-4. gr. Áætlun iðgjaldatekna skal miða við tölur nýjasta ársreiknings eða yfirlits frá sjóðnum og breytingar á grundvallarlaunum samkvæmt 6. gr. laganna frá hlutaðeigandi reikningsári til gjaldársins. Grundvallarlaun gjaldársins skulu áætluð þannig, að reiknað sé með óbreyttum launum frá mars til desember, en síðan skal umsjónarnefnd ákveða nauðsynlega viðbót við árstölu, er þannig er fengin, vegna óvissra launahækkana.

Telji umsjónarnefnd, að veruleg breyting hafi orðið á iðgjaldatekjum lífeyrissjóðs vegna breyttra laga- og reglugerðarákvæða eða breytinga á fjölda sjóðfélaga, skal hún breyta áætlun sinni í samræmi við það.

Umsjónarnefnd skal jafnframt áætlun sinni um iðgjaldatekjur lífeyrissjóða gera áætlun um viðbótargreiðslur samkomulagssjóða samkvæmt 21. gr. laganna, svo og áætlun um hina sérstöku uppbót á lífeyri samkvæmt II. kafla laga um Lífeyrissjóð bænda.

 

6. gr.

Hver samkomulagssjóður skal greiða til umsjónarnefndar iðgjaldaframlag sitt að frádreg­inni þeirri fjárhæð, sem áætlað er, að í hlut hans komi við hlutfallslega skiptingu samanlagðra framlaga samkomulagssjóðanna.

Nemi áætlaður hluti samkomulagssjóðs í hinum samanlögðu framlögum hærri fjárhæð en iðgjaldaframlag hans, skal umsjónarnefnd greiða honum mismuninn.

Umsjónarnefnd greiðir Lífeyrissjóði bænda þann mismun, sem er á áætlaðri uppbótar­fjárhæð samkvæmt 3. málsgr. 5. gr. og áætluðu iðgjaldaframlagi sjóðsins.

 

7 . gr.

Gjalddagi greiðslna samkomulagssjóða til umsjónarnefndar, sbr. 1, mgr. 6. gr., og iðgjaldaframlaga annarra sjóða, sbr. 3. gr., að undanskildum Lífeyrissjóði bænda, er I . apríl ár hvert 19801982. Heimilt er lífeyrissjóðum að inna ársgreiðsluna af hendi í tveimur jöfnum hlutum. Sé fyrri hlutinn ekki greiddur í síðasta lagi 30. apríl reiknast dráttarvextir af ársgreiðslunum í heild frá gjalddaga til greiðsludags í samræmi við reglur Seðlabanka Íslands um heimild til töku dráttarvaxta af fasteignaveðskuldum. Sé fyrri hluti greiddur fyrir apríllok, en síðari hluti ekki greiddur í síðasta lagi 31. júlí reiknast dráttarvextir á sama hátt af eftirstöðvum frá gjalddaga til greiðsludags.

Árin 1983-1991 skulu gjalddagar þeirra greiðslna samkomulagssjóða og iðgjaldafram­laga annarra sjóða, sem 1. málsgr. tekur til, vera tveir, 1. apríl og 1. ágúst, og greiðist helmingur ársgreiðslunnar í hvort Sinn. Dráttarvextir reiknast af hvorum hluta fyrir sig frá gjalddaga til greiðsludags, sé greiðsla ekki innt af hendi innan mánaðar frá gjalddaga, sbr. að öðru leyti ákvæði 1. mgr.

Umsjónarnefnd er heimilt að semja um aðra greiðslutilhögun við einstaka samkomulags­sjóði, er mikla greiðslubyrði hafa samkvæmt 1. og 2. mgr., enda verði sú tilhögun ekki talin óhagstæðari þeim samkomulagssjóðum, er greiðslur renna til.

Árlegar greiðslur umsjónarnefndar til samkomulagssjóða samkvæmt 2. mgr. 6. gr. skulu inntar af hendi í tveimur jöfnum hlutum í maí og ágúst ár hvert 1980-1982, en í maí og September 1983-1991.

Árlegar greiðslur umsjónarnefndar til Lífeyrissjóðs bænda skv. 3. mgr. 6. gr. skulu inntar af hendi í þremur jöfnum hlutum í júní, September og desember ár hvert.

 

8. gr.

Endanlegt uppgjör fyrir árin 1980-1982 í stað áætlunar þeirra, sem um getur í 5. gr., skal miðast við 1. júlí ár hvert 1981-1983. Mismunur á endanlegri niðurstöðu og áætlunarfjárhæð skal greiddur eigi síðar en 31. júlí, en dráttarvextir, sbr. 1. mgr. 7. gr. reiknast frá og með I . ágúst.

Endanlegt uppgjör fyrir árin 1983-1991 skal miðast við 1. ágúst næsta ár á eftir, og skulu eftirstöðvar og ofgreiðslur reiknaðar með álagi, er svarar til hækkunar, sem orðið hefur á grundvallarlaunum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá 1. ágúst á framlagsárinu. Dráttar­vextir, sbr. 1. mgr. 7. gr. reiknast frá og með 1. ágúst, sé greiðsla ekki innt af hendi fyrir ágústlok.

Lífeyrissjóðum er skylt að láta umsjónarnefnd í té ársreikninga sína, um leið og þeir eru fullgerðir. Hafi ársreikningur ekki borist nefndinni fyrir þann tíma, er endanlegt uppgjör samkvæmt 1. og 2. mgr. skal miðast við, skal hún miða uppgjör við eigin áætlun.

 

9. gr.

Framlög ríkissjóðs, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Atvinnuleysistryggingasjóðs sam­kvæmt 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. laganna skulu greidd umsjónarnefnd með jöfnum mánaðarleg­um greiðslum ár hvert.

 

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 5. kafla laga nr, 2, 14. febrúar 1985, sbr. lög nr. 130, 29. desember 1989, öðlast gildi þegar við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 14911985 með sama heiti.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. apríl 1990.

 

Guðmundur Bjarnason.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica