Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

383/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 573, 19. júní 2008, um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. orðist svo:

Íslenskum fiskiskipum er óheimilt að veiða bláuggatúnfisk á samningssvæði ICCAT nema þau hafi fengið til þess leyfi sem Fiskistofa gefur út. Leyfisveitingin er bundin við þau skip sem sækja um veiðiheimildir á bláuggatúnfiski til sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðuneytisins innan frests sem auglýstur er í upphafi árs.

Veiðar á bláuggatúnfiski í landhelgi Íslands í tómstundum eða til eigin neyslu er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar eða sjóstöng á tímabilinu frá 16. júní til 14. október ár hvert, að báðum dögum meðtöldum. Afla, sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt og skal hann tilkynntur til Fiskistofu við löndun.

2. gr.

3. gr. orðist svo:

Veiðiheimildir Íslands fyrir árið 2009 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks, 49 tonn verða geymdar og fluttar til ársins 2011.

3. gr.

4. gr. orðist svo:

Skipstjórar skulu skrá í aflaskýrslur sem Fiskistofa og Hafrannsóknastofnunin leggja til, nákvæmar upplýsingar um veiðarnar á því formi sem Fiskistofa ákveður og skila inn til Fiskistofu þegar skip kemur næst til hafnar eftir að hafa stundað veiðar samkvæmt reglugerð þessari.

Merkja skal hvern einstakan bláuggatúnfisk sem veiddur er af íslenskum skipum samkvæmt nánari fyrirmælum Fiskistofu og í samræmi við reglur ICCAT þar að lútandi.

Öllum bláuggatúnfiski sem veiddur er af íslenskum skipum sem og öllum bláuggatúnfiski sem fluttur er inn til Íslands eða seldur er á íslenskum markaði skal fylgja sérstakt rekjanleika­vottorð (e. bluefin tuna catch document, BCD) sem Fiskistofa gefur út.

Öllum bláuggatúnfiski sem endurútfluttur er frá Íslandi skal fylgja sérstakt endur­útflutnings­vottorð (e. bluefin tuna re-export certificate, BFTRC) sem Fiskistofa gefur út.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 17. apríl 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Brynhildur Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica