Sjávarútvegsráðuneyti

611/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 548, 17. október 1995, um þorskfisknet. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 548, 17. október 1995, um þorskfisknet.

 

1. gr.

Önnur málsgrein 2. gr. orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar er heimilt að leggja þorskfisknet með 51/2 þumlunga riðli á eftirgreindum svæðum:

 a.            Fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi suður frá Stokksnesi. Fyrir Vesturlandi markast svæðið af 65°10'N.

 b.            Á sunnanverðum Vestfjörðum innan línu sem dregin er frá Blakksnesi í Fjallaskagavita.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 5. nóvember 1997. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 343, 5. júní 1997, um breytingu á reglugerð nr. 548, 17. október 1995, um þorskfisknet.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. nóvember 1997.

 

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica