Sjávarútvegsráðuneyti

300/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 233, 6. apríl 2000, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum 2000. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 2. mgr. 8. gr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:

Heimilt er að landa óvigtaðri síld um borð í vinnsluskip enda tilkynni skipstjóri veiðiskips Fiskistofu fyrirfram hvaða vinnsluskip taki aflann og áætlað löndunarmagn. Strax að lokinni löndun síldarinnar um borð í vinnsluskip, skal skipstjóri veiðiskips senda Fiskistofu endanlegar tölur um landaðan afla og aflaverðmæti, staðfestar af móttakanda síldarinnar. Þá er og heimilt að miðla afla úr nót til skips, sem leyfi hefur til síldveiða í því skyni að koma í veg fyrir að síld sé sleppt dauðri niður.

Að öðru leyti gilda ákvæði reglugerðar nr. 522/1998, um vigtun sjávarafla, löndun og vigtun á síld.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. maí 2000.

Árni M. Mathiesen.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica