Sjávarútvegsráðuneyti

67/1993

Reglugerð um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi.

1. gr.

Allar veiðar með togvörpu og dragnót eru bannaðar innan þriggja mílna frá fjörumarki meginlandsins á svæði fyrir Suðurlandi, sem að austan markast af línu, sem dregin er réttvísandi í austur frá Stokksnesvita og að vestan af línu, sem dregin er réttvísandi í suður frá Reykjanesvita.

2. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. eru dragnótaveiðar heimilaðar á eftirgreindum svæðum og tímum:

A. Frá og með 1. mars til og með 31. maí milli lína, sem dregnar eru réttvísandi í suður frá Selvogsvita og Reykjanesvita.

B. Frá og með 1. júní til og með 31. júlí milli 20°06'V og 19°48'V.

C. Frá og með 1. mars til og með 30. júní milli 18°18'6 V og 17°V.

D. Frá og með 1. apríl til og með 31. maí, að línu í einnar sjómílu fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins milli 16°34'V og 15°45'V.

Ennfremur eru togveiðar heimilar frá og með 1. mars til og með 31. maí milli 22°32' V og 21°57'V sbr. ákvæði 3. gr. og ákvæði til bráðabirgða laga nr. 81/1976.

3. gr.

Allar veiðar með togvörpu og dragnót eru bannaðar umhverfis Vestmannaeyjar innan línu, sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki eftirgreindra eyja og skerja: Elliðaey, Bjarnarey, Heimaey, Suðurey, Hellisey, Súlnaskeri, Geirfugla-skeri, Geldungi, Álsey, Grasleysu, Þrídröngum og Einidrangi.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót og fótreipisvörpu heimilaðar á eftirgreindum svæðum og tíma:

A. Frá og með 21. febrúar til og með 15. maí á svæði vestan línu, sem dregin er í norður frá Heimaey, þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman og norðan og vestan línu, sem dregin er frá Heimaey um Grasleysu í Þrídranga og þaðan í Einidrang og þaðan í réttvísandi suður.

B. Frá og með 16. maí til og með 31. júlí á svæði, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1.

63°22'N- 20°24'V

2.

63°22'N- 20°30'V

3.

63°26'N- 20°28'V

4.

63°26'N- 20°22'V

4. gr.

Ákvæði 2. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 3. gr. rýmka ekki heimildir til veiða skv. lögum nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

5. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 52 7. febrúar 1992, um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi og reglugerð nr. 367, 12. október 1992, um bann við dragnótaveiðum í Meðallandsbugt.

Sjávarútvegsráðuneytið, 18. febrúar 1993.

Þorsteinn Pálsson.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica