Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

378/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

1. gr.

7. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfisveitandi framkvæmdaleyfis skal árita leyfisbréfið, uppdrætti og önnur hönnunargögn, til stað­festingar á samþykki og útgáfu leyfisins. Leyfisveitanda ber að tilkynna umsækjanda um niður­stöðu sína er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi eins fljótt og unnt er og innan fjögurra mánaða frá því að fullnægjandi umsókn um leyfi kom fram ef um er að ræða framkvæmdaleyfi í tengslum við upp­­byggingu fjarskiptainnviða fyrir dreifi- og flutningskerfi fjarskipta sbr. lög um ráðstafanir til hag­kvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta. Í undantekningartilvikum er heimilt að fram­lengja afgreiðslufrest vegna framkvæmdar í tengslum við uppbyggingu fjarskiptainnviða fyrir dreifi- og flutningskerfi fjarskipta um allt að einn mánuð. Rökstyðja skal höfnun umsóknar um fram­kvæmda­­leyfi og tilgreina kæruheimild og kærufresti.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/61/ESB frá 15. maí 2014 um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða rafrænum fjarskiptanetum.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 3. apríl 2020.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica