Fjármálaráðuneyti

376/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi.

1. gr.

2. og 3. málsl. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Liggi slíkt gangverð ekki fyrir skal miða skattverð við reiknað útsöluverð þar sem tekið er tillit til alls kostnaðar, þ.m.t. álagningar á byggingarefni, launagjalda, launatengdra gjalda, fasts kostnaðar og ágóða. Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur um reiknað útsöluverð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr. og 23. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 1997.

Fjármálaráðuneytinu, 20. júní 1997.

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Hermann Jónasson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica