Sjávarútvegsráðuneyti

205/1991

Reglugerð nýtingu aukaafurða. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um nýtingu aukaafurða.

1. gr.

Allur afskurður við snyrtingu þorsk-, ýsu-, og ufsaflaka um borð í frystiskipum skal saltaður, frystur eða nýttur til marnings-, fiskimjöls-, eða meltuframleiðslu.

Skylt er að hirða og koma með að landi öll þorsk- og ufsahrogn.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og ákvæðum laga nr. 53, 30. maí 1984, um Ríkismat sjávarafurða til þess að öðlast gildi 1. júní 1991 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytið, 29. apríl 1991.

Halldór Ásgrímsson.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica